Tíska og hönnun

Hönnuðir hætta hjá Gucci

Ítalska tískuhúsið Gucci er búið að hrista upp í fatahönnuðarteymi sínu aftur, aðeins tveim árstíðum eftir að stjörnuhönnuðurinn Tom Ford hætti.

Alessandra Facchinette, einn af þremur hönnuðum sem tóku við stjórninni eftir uppsögn Fords, hættir núna vegna samstarfsörðugleika. Einnig hefur Domenico De Sole, sem hefur tekið virkan þátt í uppbyggingu Gucci, hætt störfum. Hönnuðurinn Giannini hefur einnig hætt vegna ágreinings en mun halda áfram að hanna fylgihluti fyrir menn og konur.

Sala Gucci hefur aukist ár frá ári en spurning hvort þessar áherslubreytingar munu draga dilk á eftir sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×