Í dag var dregið í 16-liða úrslit Áskorendakeppni Evrópu í handbolta og KA-menn mæta þar liði Steua Bukarest frá Rúmeníu. Fyrri leikur liðanna verður á Akureyri 3. eða 4. desember, en síðari leikurinn viku síðar ytra.
Þá varð ljóst í morgun að Alfreð Gíslason og félagar í Magdeburg mæta Evrópumeisturum Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.