Sport

Milwaukee fékk fyrsta valréttinn

Í  vikunni varð ljóst hvaða lið hlytu fyrstu valréttina í nýliðavali NBA sem fram fer í lok næsta mánaðar. Lið Milwaukee Bucks datt heldur betur í lukkupottinn þegar þeir hlutu fyrsta valréttinn, enda voru líkurnar á því að þeir fengju að velja númer eitt ekki nema um 6%. Þetta er í fjórða skipti sem lið Milwaukee fær fyrsta valréttinn, en síðast völdu þeir Glenn Robinson númer eitt árið 1994 og þar áður höfðu þeir fengið goðsögnina Kareem Abdul Jabbar í valinu. Atlanta Hawks fengu annan valréttinn, sem kom ekki í óvart, því þeir voru með lélegasta árangur allra liða í deildinni í vetur og höfðu því bestar líkur á að hljóta fyrstu valréttina. Portland Trailblazers voru einnig nokkuð heppnir og lönduðu þriðja valréttinum, New Orleans fékk þann þriðja og Charlotte fimmta. Nýliðavalið fer fram þann 28. júní og þá kemur í ljós hvaða leikmenn það verða sem liðin velja sér. Talið er að slegist verði um fjóra unga leikmenn sem þykja bera af í valinu og koma til með að geta hjálpað liðum sínum verulega frá fyrsta degi. Flestir hallast að því að það verði leikmaður ársins í háskólaboltanum, Andrew Bogut frá Utah háskólanum sem verður valinn fyrstur, en hann er fjölhæfur miðherji sem gæti nýst flestum ef ekki öllum liðum í NBA deildinni. Framherjinn Marvin Williams frá Norður-Karólínu er einnig talinn líklegur til að fara snemma í valinu, sem og leikstjórnandinn Chris Paul frá Wake Forest. 10 Fyrstu valréttirnir: 1. Milwaukee 2. Atlanta 3. Portland 4. New Orleans 5. Charlotte 6. Utah 7. Toronto 8. New York 9. Golden State 10. LA Lakers



Fleiri fréttir

Sjá meira


×