Lá við stjórnarslitum vegna VÍS 29. maí 2005 00:01 Átökin milli eigendahópanna tveggja í tryggingafélaginu VÍS urðu til þess að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var í hættu. Halldór Ásgrímsson hótaði Davíð Oddssyni því að ef VÍS yrði selt Samson með Landsbankanum myndi hann hætta við einkavæðingu bankanna. Með því að stöðva einkavæðingarferlið væri hann að brjóta gegn stjórnarsáttmálanum og Davíð Oddsson hefði slitið ríkisstjórnarsamstarfinu. S-hópurinn átti helming í VÍS á móti Landsbankanum. Mikilvægi VÍS hvað varðar bankasöluna felst helst í því að tryggingafélag á borð við VÍS er mjög öflugur bakhjarl í fjárfestingum. Eftir að S-hópurinn keypti Landsbankann út úr VÍS var VÍS bætt inn í S-hópinn sem sóttist eftir því að kaupa Landsbankann og Búnaðarbankann og eignaðist síðar Búnaðarbankann. Þetta kemur fram í þriðju fréttaskýringu Fréttablaðsins í greinaflokki um einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans sem birtist í blaðinu í dag. Þar segir einnig að Landsbankinn hafi gerst brotlegur gegn S-hópnum með því að selja um 7 prósenta hlut í VÍS eftir að S-hópurinn hafði afturkallað söluumboð sem hann hafði veitt Landsbankanum um sex vikum áður. VÍS átti helming af hlutnum sem Landsbankinn seldi og heldur því fram að Landsbankinn hafi selt sjálfum sér hlutinn. S-hópurinn sagði söluna brot á lögum um verðbréfaviðskipti, og lögum um viðskiptabanka og reglum Kauphallarinnar. S-hópurinn skrifaði bréf til Kauphallarinnar og Fjármálaeftirlitsins þar sem vakin var athygli á háttsemi Landsbankans og óskaði eftir því að gripið yrði til viðeigandi ráðstafana og viðurlaga eftir atvikum. Landsbankamenn báðu S-hópinn um sáttafund og að bréfið yrði ekki sent fyrr en að honum loknum. Mitt í þessum deilum hitti Björgólfur Guðmundsson, einn þriggja sem stóðu að Samson sem sóttist eftir að kaupa Landsbankann eða Búnaðarbankann, Ólaf Ólafsson úr S-hópnum til að ræða um VÍS. Þá voru enn tvær vikur í að framkvæmdanefndin tilkynnti að hún myndi hefja viðræður við Samson um kaupin á Landsbankanum. S-hópurinn kallar átökin "Sex daga stríðið um VÍS". Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Átökin milli eigendahópanna tveggja í tryggingafélaginu VÍS urðu til þess að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var í hættu. Halldór Ásgrímsson hótaði Davíð Oddssyni því að ef VÍS yrði selt Samson með Landsbankanum myndi hann hætta við einkavæðingu bankanna. Með því að stöðva einkavæðingarferlið væri hann að brjóta gegn stjórnarsáttmálanum og Davíð Oddsson hefði slitið ríkisstjórnarsamstarfinu. S-hópurinn átti helming í VÍS á móti Landsbankanum. Mikilvægi VÍS hvað varðar bankasöluna felst helst í því að tryggingafélag á borð við VÍS er mjög öflugur bakhjarl í fjárfestingum. Eftir að S-hópurinn keypti Landsbankann út úr VÍS var VÍS bætt inn í S-hópinn sem sóttist eftir því að kaupa Landsbankann og Búnaðarbankann og eignaðist síðar Búnaðarbankann. Þetta kemur fram í þriðju fréttaskýringu Fréttablaðsins í greinaflokki um einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans sem birtist í blaðinu í dag. Þar segir einnig að Landsbankinn hafi gerst brotlegur gegn S-hópnum með því að selja um 7 prósenta hlut í VÍS eftir að S-hópurinn hafði afturkallað söluumboð sem hann hafði veitt Landsbankanum um sex vikum áður. VÍS átti helming af hlutnum sem Landsbankinn seldi og heldur því fram að Landsbankinn hafi selt sjálfum sér hlutinn. S-hópurinn sagði söluna brot á lögum um verðbréfaviðskipti, og lögum um viðskiptabanka og reglum Kauphallarinnar. S-hópurinn skrifaði bréf til Kauphallarinnar og Fjármálaeftirlitsins þar sem vakin var athygli á háttsemi Landsbankans og óskaði eftir því að gripið yrði til viðeigandi ráðstafana og viðurlaga eftir atvikum. Landsbankamenn báðu S-hópinn um sáttafund og að bréfið yrði ekki sent fyrr en að honum loknum. Mitt í þessum deilum hitti Björgólfur Guðmundsson, einn þriggja sem stóðu að Samson sem sóttist eftir að kaupa Landsbankann eða Búnaðarbankann, Ólaf Ólafsson úr S-hópnum til að ræða um VÍS. Þá voru enn tvær vikur í að framkvæmdanefndin tilkynnti að hún myndi hefja viðræður við Samson um kaupin á Landsbankanum. S-hópurinn kallar átökin "Sex daga stríðið um VÍS".
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira