Sala bankanna verði rannsökuð 29. maí 2005 00:01 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir greinar Fréttablaðsins um sölu ríkisbankanna staðfesta það sem Vinstri-grænir héldu fram um að pólitísku handafli hefði verið beitt við söluna. Hann segir greinarnar varpa skýrara ljósi á ýmislegt í ferlinu og telur nauðsynlegt að þetta mál verði kannað betur. "Mér finnst eðlilegt að það fari fram óháð og opinber rannsókn á þessum vinnubrögðum. Þetta eru svo alvarlegar ásakanir um ámælisverð vinnubrögð að þetta verður að rannsaka til hlítar og svipta af þessu leyndarhnjúpnum," segir Steingrímur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir greinar Fréttablaðsins renna stoðum undir það sem menn töldu sig vita að einkavæðingarferli bankanna hefði verið handstýrt af hálfu ráðherranna. Hún segir líka að fara þurfi betur ofan í saumana á málinu í framhaldinu. Þar horfir hún til fjárlaganefndar sem vinnur að rannsókn málsins að kröfu fulltrúa Samfylkingarinnar. "Ég tel að fjárlaganefnd eigi að halda yfirferð sinni um málið áfram og framhaldið ræðst síðan af því hvernig hún stendur að skoðun málsins og tekur á því sem rannsóknin leiðir í ljós." Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem sat í ráðherranefnd ríkisstjórnarinnar við undirbúning að sölu ríkisbankanna, vildi ekki tjá sig um skrif Fréttablaðsins um einkavæðingarferlið þegar eftir því var leitað en vísaði til pistils á heimasíðu sinni frá 18. apríl síðastliðnum. Ekki tókst að ná í Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra; aðstoðarmaður hans sagði hann úti á landi og ekki hægt að ná í hann. Sömu sögu var að segja af Davíð Oddssyni utanríkisráðherra, sem var í sumarbústað sínum. Þá tókst ekki heldur að hafa uppi á Geir H. Haarde fjármálaráðherra en hann var þó ekki utanbæjar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir greinar Fréttablaðsins um sölu ríkisbankanna staðfesta það sem Vinstri-grænir héldu fram um að pólitísku handafli hefði verið beitt við söluna. Hann segir greinarnar varpa skýrara ljósi á ýmislegt í ferlinu og telur nauðsynlegt að þetta mál verði kannað betur. "Mér finnst eðlilegt að það fari fram óháð og opinber rannsókn á þessum vinnubrögðum. Þetta eru svo alvarlegar ásakanir um ámælisverð vinnubrögð að þetta verður að rannsaka til hlítar og svipta af þessu leyndarhnjúpnum," segir Steingrímur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir greinar Fréttablaðsins renna stoðum undir það sem menn töldu sig vita að einkavæðingarferli bankanna hefði verið handstýrt af hálfu ráðherranna. Hún segir líka að fara þurfi betur ofan í saumana á málinu í framhaldinu. Þar horfir hún til fjárlaganefndar sem vinnur að rannsókn málsins að kröfu fulltrúa Samfylkingarinnar. "Ég tel að fjárlaganefnd eigi að halda yfirferð sinni um málið áfram og framhaldið ræðst síðan af því hvernig hún stendur að skoðun málsins og tekur á því sem rannsóknin leiðir í ljós." Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem sat í ráðherranefnd ríkisstjórnarinnar við undirbúning að sölu ríkisbankanna, vildi ekki tjá sig um skrif Fréttablaðsins um einkavæðingarferlið þegar eftir því var leitað en vísaði til pistils á heimasíðu sinni frá 18. apríl síðastliðnum. Ekki tókst að ná í Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra; aðstoðarmaður hans sagði hann úti á landi og ekki hægt að ná í hann. Sömu sögu var að segja af Davíð Oddssyni utanríkisráðherra, sem var í sumarbústað sínum. Þá tókst ekki heldur að hafa uppi á Geir H. Haarde fjármálaráðherra en hann var þó ekki utanbæjar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira