Frakkar sögðu nei við Chirac 29. maí 2005 00:01 Kjörsókn var prýðisgóð í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Frakklandi um stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins enda eru skoðanir fólks um plaggið afar skiptar. Andstæðingar sáttmálans átöldu ríkisstjórnina fyrir gegndarlausan áróður en stuðningsmennirnir kvörtuðu undan ómálefnalegri kosningabaráttu. 42 milljónir Frakka voru á kjörskrá en þar af búa 1,5 milljónir á frönskum yfirráðasvæðum víða um heim sem kusu á laugardaginn. Strax í gærmorgun tóku franskir kjósendur að flykkjast á kjörstaðina 55.000 sem opnaðir voru víðs vegar um landið. Kjörsókn var jöfn og þétt allan daginn og þegar kjörstöðunum var lokað í gærkvöld höfðu ríflega sjötíu prósent þjóðarinnar greitt atkvæði. Þetta er örlitlu meiri þátttaka en í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Maastricht-sáttmálann sem haldin var árið 1992. Jacques Chirac forseti kaus í heimabæ sínum, Sarran, í Correze-héraðinu í Mið-Frakklandi en Jean-Pierre Raffarin forsætisráðherra greiddi atkvæði í Chasseneuil-du-Poitou í vesturhluta landsins. Líklegt er að sá síðarnefndi verði látinn segja af sér vegna úrslita kosninganna en hann þykir afar óvinsæll í Frakklandi. Eins og við er að búast höfðu kjósendur margvíslegar skoðanir á málunum. "Valkostirnir sem við fengum voru að segja já eða segja já," sagði kona á kjörstaðnum við Bastilluna í París en hún var afar gröm ríkisstjórninni fyrir einhliða áróður sinn til stuðnings sáttmálanum. Nágranni hennar kvartaði hins vegar yfir að í stað þess að snúast um stjórnarskrársáttmálann hefðu innanlandsmálefni og persónur stjórnmálaleiðtoganna verið það sem baráttan snerist um. Enn einn kjósandi í Bastillunni kvaðst hafa skilað auðu þar sem jafn sterk rök hefðu hnigið að hvorum kostinum fyrir sig. Næstu dagar munu svo leiða í ljós hvaða þýðingu kosningaúrslitin munu hafa. Þótt Chirac muni tæpast segja af sér er ljóst að staða hans bæði heima og erlendis hefur veikst verulega. Hafni Hollendingar einnig stjórnarskrársáttmálanum í sinni atkvæðagreiðslu á miðvikudaginn er eru allar líkur á að þar með verði saga hans öll. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Kjörsókn var prýðisgóð í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Frakklandi um stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins enda eru skoðanir fólks um plaggið afar skiptar. Andstæðingar sáttmálans átöldu ríkisstjórnina fyrir gegndarlausan áróður en stuðningsmennirnir kvörtuðu undan ómálefnalegri kosningabaráttu. 42 milljónir Frakka voru á kjörskrá en þar af búa 1,5 milljónir á frönskum yfirráðasvæðum víða um heim sem kusu á laugardaginn. Strax í gærmorgun tóku franskir kjósendur að flykkjast á kjörstaðina 55.000 sem opnaðir voru víðs vegar um landið. Kjörsókn var jöfn og þétt allan daginn og þegar kjörstöðunum var lokað í gærkvöld höfðu ríflega sjötíu prósent þjóðarinnar greitt atkvæði. Þetta er örlitlu meiri þátttaka en í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Maastricht-sáttmálann sem haldin var árið 1992. Jacques Chirac forseti kaus í heimabæ sínum, Sarran, í Correze-héraðinu í Mið-Frakklandi en Jean-Pierre Raffarin forsætisráðherra greiddi atkvæði í Chasseneuil-du-Poitou í vesturhluta landsins. Líklegt er að sá síðarnefndi verði látinn segja af sér vegna úrslita kosninganna en hann þykir afar óvinsæll í Frakklandi. Eins og við er að búast höfðu kjósendur margvíslegar skoðanir á málunum. "Valkostirnir sem við fengum voru að segja já eða segja já," sagði kona á kjörstaðnum við Bastilluna í París en hún var afar gröm ríkisstjórninni fyrir einhliða áróður sinn til stuðnings sáttmálanum. Nágranni hennar kvartaði hins vegar yfir að í stað þess að snúast um stjórnarskrársáttmálann hefðu innanlandsmálefni og persónur stjórnmálaleiðtoganna verið það sem baráttan snerist um. Enn einn kjósandi í Bastillunni kvaðst hafa skilað auðu þar sem jafn sterk rök hefðu hnigið að hvorum kostinum fyrir sig. Næstu dagar munu svo leiða í ljós hvaða þýðingu kosningaúrslitin munu hafa. Þótt Chirac muni tæpast segja af sér er ljóst að staða hans bæði heima og erlendis hefur veikst verulega. Hafni Hollendingar einnig stjórnarskrársáttmálanum í sinni atkvæðagreiðslu á miðvikudaginn er eru allar líkur á að þar með verði saga hans öll.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent