Innlent

Fundað vegna þorskstofns

Um klukkan níu hófst svonefndur neyðarfundur í sjávarútvegsnefnd Alþingis vegna lélegs ástands yngstu þorsksárganganna hér við land, að beiðni Magnúsar Þórs Hafsteinssonar fiskifræðings og þingmanns frjálslyndra. Á fundinn koma Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, og Björn Ævar Steinarsson fiskifræðingur. Magnús Þór vill fá skýringu á þessum lélegum árgöngum sem gangi þvert á spár Hafrannsóknastofnunar um vöxt þorskstofnsins vegna friðunaraðgerða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×