Innlent

Bjóði fram undir eigin nafni

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi hefur skorað á samfylkingarfélaga um allt land að beita sér fyrir því að Samfylkingin bjóði fram í sem flestum sveitarfélögum undir eigin nafni. Fundur kjrödæmisráðsins lýsir þungum áhyggum af þeim sívaxandi vanda sem stafar að atvinnulífinu vegna ruðningsáhrifa stóriðjustefnunnar. Í ályktun frá fundarmönnum segir að hágengisvandinn bætist nú ofan á þá eyðibyggðastefnu sem stjórnvöld reka og kemur verst niður á smærri sjávarbyggðum og ferðaþjónustu. Fundurinn minnir á að margar byggðir á norðvesturhluta landsins standi veikt bæði til sjávar og sveita og skorar á stjórnvöld að standa við yfirlýsingar um stuðning við þennan hluta landsins. Fundurinn undrast áhugaleysi ráðherra byggðamála á málefnum þessa svæðis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×