Menning

Vináttan lengir lífið

Traustur vinur getur gert kraftaverk, segir í góðum dægurlagatexta og nýjustu rannsóknir sýna að samneyti við vini getur lengt lífið og aukið lífsgæðin töluvert, einkum þó á efri árum. Ástralskar rannsóknir sýna fram á að þeir sem hafa vini sína í kringum sig í ellinni muni lifa lengur en þeir sem eru umkringdir fjölskyldu sinni. Rannsóknin hófst árið 1992 og fór þannig fram að fylgst var með líftíma rúmlega fimmtán hundruð einstaklinga yfir sjötugt. Þátttakendur í rannsókninni voru spurðir í hversu miklu og nánu sambandi þeir væru við börn, ættingja, vini og trúnaðarmenn. Síðan var fylgst með fólkinu á þriggja ára fresti og lífslíkur metnar. Eftir að rannsóknin hafði staðið yfir í tólf ár kom í ljós að náin samskipti við börn og ættingja virtust ekki lengja líf fólksins svo nokkru nam en þeir sem áttu stóran vina- og kunningjahóp voru mun líklegri til að lifa lengur en þeir sem áttu fáa vini. Rannsakendur telja að hluta ástæðunnar megi rekja til þess að yfirleitt velur fólk sér vini en situr uppi með fjölskylduna og þá geta samskipti við fjölskyldu verið mun þvingaðri en samskiptin við vinina. Vinirnir fá fólk líka frekar til að huga að heilsunni, hafa tíma til að stunda skemmtilega hreyfingu með viðkomandi og hjálpa til við að létta á streitu og kvíða á erfiðum stundum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.