Þvers og kruss eða hvað? Hafliði Helgason skrifar 23. september 2005 00:01 Reglulega skjóta tvær kenningar um hlutabréfamarkað upp kollinum. Önnur er sú að krosseignarhald sér ríkjandi á markaðnum. Hin er sú að bankarnir haldi uppi verði hlutabréfa af því að þeir hafi mikla hagsmuni af því að halda því háu. Krosseignarhald felst í því að fyrirtæki A og B eiga afgerandi hlut í hvort öðru. Hækkun á gengi A kemur fram sem hagnaður í fyrirtæki B. B hækkar af þeim sökum í verði og við það verður til hagnaður í A sem hækkar þá af þeim sökum líka. Þetta getur myndað hækkunarspíral á bjartsýnum markaði og hruni á svartsýnum markaði. Þessum kenningum fylgir gjarnan sú ályktun að hátt verð hlutabréfa sé bóla og muni springa fljótlega. Þessi skoðun er búin að vera áberandi öðru hvoru vel á annað ár. Þeir sem hafa trúað kenningunni hafa misst af gullnum tækifærum til að ávaxta sitt pund vel á hlutabréfamarkaði undanfarin misser. Nýlega birti Blaðið leiðara þar sem spáð var hruni á hlutabréfamarkaði. Ekki voru færð rök fyrir þeirri fullyrðingu önnur en þau að verð hlutabréfa hefði hækkað mikið. Það sem hækkaði mikið hlyti að lækka. Þess vegna myndi hlutabréfaverð lækka. Hlutabréfamarkaðir sveiflast, svo mikið er víst. Sá sem alltaf spáir lækkun mun auðvitað hafa rétt fyrir sér á endanum, en hann mun líklega hafa oft rangt fyrir sér. Landsbankinn birti í vikunni efnahagsspá sína fyrir næstu ár. Það var fróðleg lesining og auk hagfræðings greiningardeildar bankans, Björns Rúnars Guðmundssonar hélt Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs bankans erindi á kynningarfundi hagspárinnar. Yngvi skoðaði kenningarnar um krosseignarhaldið og þá kenningu að bankarnir héldu uppi hlutabréfaverði með kaupum. . Yngvi skoðaði eignir fyrirtækja í Kauphöllinni hvert í öðru. Niðurstaðan er í stuttu máli sú að slíkt eignarhald er fremur lítið á íslenska markaðnum og hætta á ofrisi og hruni vegna krosseignarhalds er því óveruleg. Hin kenningin um að bankarnir hafi spennt upp verðið með miklum kaupum virðist heldur ekki halda vatni. Hlutdeild bankanna á markaði hefur ekki aukist. Bankarnir hafa reyndar hagnast vel á hækkandi markaði, en þeir hafa ekki verið að auka hlutfallsleg kaup sín. Helstu skýringar hækkana að undanförnu virðast vera aukinn hagnaður fyrirtækja og útrás í viðskiptalífinu. Ef útrásin tekst vel og fyrirtækin ná að láta hagnað sinn vaxa í takt við aukin umsvif, þá stendur núverandi gengi vel undir sér. Ef það tekst ekki, þá mun markaðurinn lækka. Hin ástæðan er líklega sú að við erum að nálgast topp þessrar hagsveiflu. Hlutabréfaverð nær gjarnan hápunkti áður en raunverulegum toppi hagsveiflu er náð og byrjar gjarnan að hækka á ný áður en hagsveiflan nær botni. Það sem hefur líklega áhrif á það hér á landi er að fyrirtæki í Kauphöllinni eru með stóran hluta tekna sinna erlendis. Afkoma þeirra ræðst því að töluverðu leyti af hagsveiflunni annars staðar en hér. Hlutabréf eru og verða áhættufjárfesting og þeir sem ekki eru búnir undir það að fá neikvæða ávöxtun yfir einhver tímabil er ráðið frá að kaupa hlutabréf. Menn geta auðvitað spáð því að markaður muni lækka, en þeir sem það gera verða að sækja sér rök fyrir því í annað en að krosseignarhald keyri upp markaðinn, eða að bankarnir séu að dunda sér við að hækka verðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Reglulega skjóta tvær kenningar um hlutabréfamarkað upp kollinum. Önnur er sú að krosseignarhald sér ríkjandi á markaðnum. Hin er sú að bankarnir haldi uppi verði hlutabréfa af því að þeir hafi mikla hagsmuni af því að halda því háu. Krosseignarhald felst í því að fyrirtæki A og B eiga afgerandi hlut í hvort öðru. Hækkun á gengi A kemur fram sem hagnaður í fyrirtæki B. B hækkar af þeim sökum í verði og við það verður til hagnaður í A sem hækkar þá af þeim sökum líka. Þetta getur myndað hækkunarspíral á bjartsýnum markaði og hruni á svartsýnum markaði. Þessum kenningum fylgir gjarnan sú ályktun að hátt verð hlutabréfa sé bóla og muni springa fljótlega. Þessi skoðun er búin að vera áberandi öðru hvoru vel á annað ár. Þeir sem hafa trúað kenningunni hafa misst af gullnum tækifærum til að ávaxta sitt pund vel á hlutabréfamarkaði undanfarin misser. Nýlega birti Blaðið leiðara þar sem spáð var hruni á hlutabréfamarkaði. Ekki voru færð rök fyrir þeirri fullyrðingu önnur en þau að verð hlutabréfa hefði hækkað mikið. Það sem hækkaði mikið hlyti að lækka. Þess vegna myndi hlutabréfaverð lækka. Hlutabréfamarkaðir sveiflast, svo mikið er víst. Sá sem alltaf spáir lækkun mun auðvitað hafa rétt fyrir sér á endanum, en hann mun líklega hafa oft rangt fyrir sér. Landsbankinn birti í vikunni efnahagsspá sína fyrir næstu ár. Það var fróðleg lesining og auk hagfræðings greiningardeildar bankans, Björns Rúnars Guðmundssonar hélt Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs bankans erindi á kynningarfundi hagspárinnar. Yngvi skoðaði kenningarnar um krosseignarhaldið og þá kenningu að bankarnir héldu uppi hlutabréfaverði með kaupum. . Yngvi skoðaði eignir fyrirtækja í Kauphöllinni hvert í öðru. Niðurstaðan er í stuttu máli sú að slíkt eignarhald er fremur lítið á íslenska markaðnum og hætta á ofrisi og hruni vegna krosseignarhalds er því óveruleg. Hin kenningin um að bankarnir hafi spennt upp verðið með miklum kaupum virðist heldur ekki halda vatni. Hlutdeild bankanna á markaði hefur ekki aukist. Bankarnir hafa reyndar hagnast vel á hækkandi markaði, en þeir hafa ekki verið að auka hlutfallsleg kaup sín. Helstu skýringar hækkana að undanförnu virðast vera aukinn hagnaður fyrirtækja og útrás í viðskiptalífinu. Ef útrásin tekst vel og fyrirtækin ná að láta hagnað sinn vaxa í takt við aukin umsvif, þá stendur núverandi gengi vel undir sér. Ef það tekst ekki, þá mun markaðurinn lækka. Hin ástæðan er líklega sú að við erum að nálgast topp þessrar hagsveiflu. Hlutabréfaverð nær gjarnan hápunkti áður en raunverulegum toppi hagsveiflu er náð og byrjar gjarnan að hækka á ný áður en hagsveiflan nær botni. Það sem hefur líklega áhrif á það hér á landi er að fyrirtæki í Kauphöllinni eru með stóran hluta tekna sinna erlendis. Afkoma þeirra ræðst því að töluverðu leyti af hagsveiflunni annars staðar en hér. Hlutabréf eru og verða áhættufjárfesting og þeir sem ekki eru búnir undir það að fá neikvæða ávöxtun yfir einhver tímabil er ráðið frá að kaupa hlutabréf. Menn geta auðvitað spáð því að markaður muni lækka, en þeir sem það gera verða að sækja sér rök fyrir því í annað en að krosseignarhald keyri upp markaðinn, eða að bankarnir séu að dunda sér við að hækka verðið.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun