Þvers og kruss eða hvað? Hafliði Helgason skrifar 23. september 2005 00:01 Reglulega skjóta tvær kenningar um hlutabréfamarkað upp kollinum. Önnur er sú að krosseignarhald sér ríkjandi á markaðnum. Hin er sú að bankarnir haldi uppi verði hlutabréfa af því að þeir hafi mikla hagsmuni af því að halda því háu. Krosseignarhald felst í því að fyrirtæki A og B eiga afgerandi hlut í hvort öðru. Hækkun á gengi A kemur fram sem hagnaður í fyrirtæki B. B hækkar af þeim sökum í verði og við það verður til hagnaður í A sem hækkar þá af þeim sökum líka. Þetta getur myndað hækkunarspíral á bjartsýnum markaði og hruni á svartsýnum markaði. Þessum kenningum fylgir gjarnan sú ályktun að hátt verð hlutabréfa sé bóla og muni springa fljótlega. Þessi skoðun er búin að vera áberandi öðru hvoru vel á annað ár. Þeir sem hafa trúað kenningunni hafa misst af gullnum tækifærum til að ávaxta sitt pund vel á hlutabréfamarkaði undanfarin misser. Nýlega birti Blaðið leiðara þar sem spáð var hruni á hlutabréfamarkaði. Ekki voru færð rök fyrir þeirri fullyrðingu önnur en þau að verð hlutabréfa hefði hækkað mikið. Það sem hækkaði mikið hlyti að lækka. Þess vegna myndi hlutabréfaverð lækka. Hlutabréfamarkaðir sveiflast, svo mikið er víst. Sá sem alltaf spáir lækkun mun auðvitað hafa rétt fyrir sér á endanum, en hann mun líklega hafa oft rangt fyrir sér. Landsbankinn birti í vikunni efnahagsspá sína fyrir næstu ár. Það var fróðleg lesining og auk hagfræðings greiningardeildar bankans, Björns Rúnars Guðmundssonar hélt Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs bankans erindi á kynningarfundi hagspárinnar. Yngvi skoðaði kenningarnar um krosseignarhaldið og þá kenningu að bankarnir héldu uppi hlutabréfaverði með kaupum. . Yngvi skoðaði eignir fyrirtækja í Kauphöllinni hvert í öðru. Niðurstaðan er í stuttu máli sú að slíkt eignarhald er fremur lítið á íslenska markaðnum og hætta á ofrisi og hruni vegna krosseignarhalds er því óveruleg. Hin kenningin um að bankarnir hafi spennt upp verðið með miklum kaupum virðist heldur ekki halda vatni. Hlutdeild bankanna á markaði hefur ekki aukist. Bankarnir hafa reyndar hagnast vel á hækkandi markaði, en þeir hafa ekki verið að auka hlutfallsleg kaup sín. Helstu skýringar hækkana að undanförnu virðast vera aukinn hagnaður fyrirtækja og útrás í viðskiptalífinu. Ef útrásin tekst vel og fyrirtækin ná að láta hagnað sinn vaxa í takt við aukin umsvif, þá stendur núverandi gengi vel undir sér. Ef það tekst ekki, þá mun markaðurinn lækka. Hin ástæðan er líklega sú að við erum að nálgast topp þessrar hagsveiflu. Hlutabréfaverð nær gjarnan hápunkti áður en raunverulegum toppi hagsveiflu er náð og byrjar gjarnan að hækka á ný áður en hagsveiflan nær botni. Það sem hefur líklega áhrif á það hér á landi er að fyrirtæki í Kauphöllinni eru með stóran hluta tekna sinna erlendis. Afkoma þeirra ræðst því að töluverðu leyti af hagsveiflunni annars staðar en hér. Hlutabréf eru og verða áhættufjárfesting og þeir sem ekki eru búnir undir það að fá neikvæða ávöxtun yfir einhver tímabil er ráðið frá að kaupa hlutabréf. Menn geta auðvitað spáð því að markaður muni lækka, en þeir sem það gera verða að sækja sér rök fyrir því í annað en að krosseignarhald keyri upp markaðinn, eða að bankarnir séu að dunda sér við að hækka verðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Reglulega skjóta tvær kenningar um hlutabréfamarkað upp kollinum. Önnur er sú að krosseignarhald sér ríkjandi á markaðnum. Hin er sú að bankarnir haldi uppi verði hlutabréfa af því að þeir hafi mikla hagsmuni af því að halda því háu. Krosseignarhald felst í því að fyrirtæki A og B eiga afgerandi hlut í hvort öðru. Hækkun á gengi A kemur fram sem hagnaður í fyrirtæki B. B hækkar af þeim sökum í verði og við það verður til hagnaður í A sem hækkar þá af þeim sökum líka. Þetta getur myndað hækkunarspíral á bjartsýnum markaði og hruni á svartsýnum markaði. Þessum kenningum fylgir gjarnan sú ályktun að hátt verð hlutabréfa sé bóla og muni springa fljótlega. Þessi skoðun er búin að vera áberandi öðru hvoru vel á annað ár. Þeir sem hafa trúað kenningunni hafa misst af gullnum tækifærum til að ávaxta sitt pund vel á hlutabréfamarkaði undanfarin misser. Nýlega birti Blaðið leiðara þar sem spáð var hruni á hlutabréfamarkaði. Ekki voru færð rök fyrir þeirri fullyrðingu önnur en þau að verð hlutabréfa hefði hækkað mikið. Það sem hækkaði mikið hlyti að lækka. Þess vegna myndi hlutabréfaverð lækka. Hlutabréfamarkaðir sveiflast, svo mikið er víst. Sá sem alltaf spáir lækkun mun auðvitað hafa rétt fyrir sér á endanum, en hann mun líklega hafa oft rangt fyrir sér. Landsbankinn birti í vikunni efnahagsspá sína fyrir næstu ár. Það var fróðleg lesining og auk hagfræðings greiningardeildar bankans, Björns Rúnars Guðmundssonar hélt Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs bankans erindi á kynningarfundi hagspárinnar. Yngvi skoðaði kenningarnar um krosseignarhaldið og þá kenningu að bankarnir héldu uppi hlutabréfaverði með kaupum. . Yngvi skoðaði eignir fyrirtækja í Kauphöllinni hvert í öðru. Niðurstaðan er í stuttu máli sú að slíkt eignarhald er fremur lítið á íslenska markaðnum og hætta á ofrisi og hruni vegna krosseignarhalds er því óveruleg. Hin kenningin um að bankarnir hafi spennt upp verðið með miklum kaupum virðist heldur ekki halda vatni. Hlutdeild bankanna á markaði hefur ekki aukist. Bankarnir hafa reyndar hagnast vel á hækkandi markaði, en þeir hafa ekki verið að auka hlutfallsleg kaup sín. Helstu skýringar hækkana að undanförnu virðast vera aukinn hagnaður fyrirtækja og útrás í viðskiptalífinu. Ef útrásin tekst vel og fyrirtækin ná að láta hagnað sinn vaxa í takt við aukin umsvif, þá stendur núverandi gengi vel undir sér. Ef það tekst ekki, þá mun markaðurinn lækka. Hin ástæðan er líklega sú að við erum að nálgast topp þessrar hagsveiflu. Hlutabréfaverð nær gjarnan hápunkti áður en raunverulegum toppi hagsveiflu er náð og byrjar gjarnan að hækka á ný áður en hagsveiflan nær botni. Það sem hefur líklega áhrif á það hér á landi er að fyrirtæki í Kauphöllinni eru með stóran hluta tekna sinna erlendis. Afkoma þeirra ræðst því að töluverðu leyti af hagsveiflunni annars staðar en hér. Hlutabréf eru og verða áhættufjárfesting og þeir sem ekki eru búnir undir það að fá neikvæða ávöxtun yfir einhver tímabil er ráðið frá að kaupa hlutabréf. Menn geta auðvitað spáð því að markaður muni lækka, en þeir sem það gera verða að sækja sér rök fyrir því í annað en að krosseignarhald keyri upp markaðinn, eða að bankarnir séu að dunda sér við að hækka verðið.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun