Innlent

Atvinnuflugmenn eru í þrefalt meiri hættu á að fá ský á auga en aðrir

Atvinnuflugmenn eru í þrefalt meiri hættu á að fá ský á auga en aðrir. Ský á auga getur valdið blindu. Ástæðan eru geimgeislar og hættan eykst eftir því sem menn fljúga lengur og hærra. Áður fyrr flugu farþegavélar í um það bil 20.000feta hæð en þotur nútímans fljúga í 30-40.000feta hæð. Læknir segir að flugmenn eigi erfitt með að verjast hinni skaðlegu geislun.

Skýmyndun á auga kemur yfirleitt fram hjá fólki eftir fimmtugt en ský á auga er helsta ástæða blindu í heiminum eða sem nemur um helmingi og er talið að slíkur sjúkdómur hafi skert sjón hjá um 25 milljónum manna. Samkvæmt nýlegri íslenskri rannsókn sem gerð var meðal flugmanna hjá Icelandair og hefur til dæmis verið birt í fagtímariti bandarísku læknasamtakanna kemur í ljós að atvinnuflugmenn eru í meiri hættu en aðrir að fá ský á auga. Vilhjálmur Rafnsson læknir segir rannsóknina sýna að þeir flugmenn sem verði fyrri geimseislun, þeim er hættara við að fá ský á augastein en þeim sem eru ekki flugmenn. Vilhjálmur segir þrefalt meiri líkur á að flugmenn fái ský á augnstein en aðrir og tengist mjög sterkt þeim geimgeislun sem verða fyrir í vinnunni. Líkurnar á skýi á auga aukist eftir því sem menn fljúga lengur og hætta, og því meir sem nær er flogið pólsvæðunum. Vilhjálmur segir að nútíma flugvélar fljúgi í 30.-40.000 feta hæð en áður fyrr var flogið mun lægra og þá voru geislaskammtarnir sömuleiðis minni. Hann segir erfitt að verjast geislunum og þessi tegund geislunnar sé líffræðilegra virkari en til dæmis röntgengeislun sem notuð er við lækningar.

En það er ekki bara að flugmennirnir verði fyrir mikilli geislun. Geislunin nær um alla vélina þannig að þeir sem fljúga mikið eru í sömu hættu. Vilhjálmur segir að þessar niðurstöður rannsóknarinnar ekki vera nægar en til standi að rannsaka flugfreyjur næst og kalla þær í rannsókn eftir áramótin til þess að athuga hvort þeim sé eins hætt við skýmyndun og starfsbræðrum þeirra flugmönnunum.Þær fljúga náttúrulega með þeim og það sem er erfitt í þeirri rannsókn er það að það er ekki eins nákvæmlega skráðir flugtímarnir hjá þeim eins og hjá flugmönnumsegir Vilhjálmur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×