Viðstaddir í Strassbourg fengu smjörþefinn af pólitískri ólgu á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2024 11:59 Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins fer fram í Strassbourg þessa dagana. Mesut Dogan/Getty Stuðla ætti að frekari sameiningu íslenskra sveitarfélaga, veita Reykjavík sérstaka stöðu sem höfuðborg og bæta samskipti sveitarfélaga og ríkis, samkvæmt niðurstöðum nýrrar úttektar Evrópuráðsins. Til stóð að innviðaráðherra ávarpaði sveitarstjórnarþing ráðsins í Strassbourg morgun en viðstaddir fengu í staðinn smjörþefinn af þeirri óvissu sem ríkir í íslenskum stjórnmálum. Niðurstöður úttektar fulltrúa Evrópuráðsins á stöðu sveitarfélaga á Íslandi voru kynntar á sveitarstjórnarþinginu í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er einn futllrúa Íslands á þinginu úti í Strassbourg. Hún segir niðurstöðurnar að miklu leyti jákvæðar en þó sé hnýtt í ýmislegt. „En það helsta sem er gagnrýnt er samtal við ríkið, óljós verkaskipting að verkefni séu ekki fjármögnuð og að jöfnunarkerfið milli sveitarfélaga sé óskýrt,“ segir Heiða. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Vilhelm Hlupu í skarð Svandísar Einnig er lagt til að Reykjavík fái sérstaka stöðu sem höfuðborg, sem og að stuðlað verði að frekari sameiningum sveitarfélaga. „Og eru að vara okkur við samvinnuformum sveitarfélaga, byggðasamlögum og slíkt, þar sé óskýr ábyrgð og ekki nógu skýrt hverja kjósendur eru að kjósa í sveitarstjórn, hvaða hvaða ákvarðanir akkúrat þeir taka. Núna eru þessar ráðleggingar komnar til okkar og okkur ber að vinna að þeim og tryggja þeim framgang. Og við munum gera það, með nýjum ráðherra, þegar verður ljóst hver það verður,“ segir Heiða. Svandís Svavarsdóttir, sem var innviðaráðherra þangað til í morgun, átti að ávarpa sveitarstjórnarþingið í Strassbourg í dag en forseti þingsins upplýsti viðstadda um að hún tæki ekki til máls; hann hafi verið með allar upplýsingar um þá óvissu sem nú ríki í íslenskum stjórnmálum, að sögn Heiðu. „Þannig að við tókum til máls öll sem vorum hér fyrir hönd Íslands í staðinn og reyndum að fylla upp í hennar gat. En auðvitað hefði verið gott að fá svör ríkisins við þessum ábendingum því þær snúa flestar að ríkinu og úrbætur á samskiptum sveitarfélaga og ríkis.“ Sveitarstjórnarmál Frakkland Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Ráðherrar af dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins. 16. október 2024 09:40 Funda um lausu ráðuneytin og boðað til ríkisstjórnarfundar Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar klukkan fjögur í dag. Þingflokksfundur Framsóknarflokksins verður haldinn klukkan eitt þar sem væntanlega verður tilkynnt hverjir taka við ráðuneytum Vinstri grænna. 16. október 2024 10:36 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Niðurstöður úttektar fulltrúa Evrópuráðsins á stöðu sveitarfélaga á Íslandi voru kynntar á sveitarstjórnarþinginu í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er einn futllrúa Íslands á þinginu úti í Strassbourg. Hún segir niðurstöðurnar að miklu leyti jákvæðar en þó sé hnýtt í ýmislegt. „En það helsta sem er gagnrýnt er samtal við ríkið, óljós verkaskipting að verkefni séu ekki fjármögnuð og að jöfnunarkerfið milli sveitarfélaga sé óskýrt,“ segir Heiða. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Vilhelm Hlupu í skarð Svandísar Einnig er lagt til að Reykjavík fái sérstaka stöðu sem höfuðborg, sem og að stuðlað verði að frekari sameiningum sveitarfélaga. „Og eru að vara okkur við samvinnuformum sveitarfélaga, byggðasamlögum og slíkt, þar sé óskýr ábyrgð og ekki nógu skýrt hverja kjósendur eru að kjósa í sveitarstjórn, hvaða hvaða ákvarðanir akkúrat þeir taka. Núna eru þessar ráðleggingar komnar til okkar og okkur ber að vinna að þeim og tryggja þeim framgang. Og við munum gera það, með nýjum ráðherra, þegar verður ljóst hver það verður,“ segir Heiða. Svandís Svavarsdóttir, sem var innviðaráðherra þangað til í morgun, átti að ávarpa sveitarstjórnarþingið í Strassbourg í dag en forseti þingsins upplýsti viðstadda um að hún tæki ekki til máls; hann hafi verið með allar upplýsingar um þá óvissu sem nú ríki í íslenskum stjórnmálum, að sögn Heiðu. „Þannig að við tókum til máls öll sem vorum hér fyrir hönd Íslands í staðinn og reyndum að fylla upp í hennar gat. En auðvitað hefði verið gott að fá svör ríkisins við þessum ábendingum því þær snúa flestar að ríkinu og úrbætur á samskiptum sveitarfélaga og ríkis.“
Sveitarstjórnarmál Frakkland Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Ráðherrar af dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins. 16. október 2024 09:40 Funda um lausu ráðuneytin og boðað til ríkisstjórnarfundar Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar klukkan fjögur í dag. Þingflokksfundur Framsóknarflokksins verður haldinn klukkan eitt þar sem væntanlega verður tilkynnt hverjir taka við ráðuneytum Vinstri grænna. 16. október 2024 10:36 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Ráðherrar af dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins. 16. október 2024 09:40
Funda um lausu ráðuneytin og boðað til ríkisstjórnarfundar Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar klukkan fjögur í dag. Þingflokksfundur Framsóknarflokksins verður haldinn klukkan eitt þar sem væntanlega verður tilkynnt hverjir taka við ráðuneytum Vinstri grænna. 16. október 2024 10:36