Innlent

Mikill skortur á gjafaaugum

 Það getur að hluta stafað af því að á líffæragjafakortum, sem Landlæknisembættið gefur út og fólk getur gefið ýmsa líkamshluta að sér látnu er ekki getið um augu. Friðbert sagði að hornhimnuaðgerðirnar hefðu verið gerðar hér á landi frá 1980. Um tíu slíkar væru framkvæmdar árlega. Ástæðurnar væru mjög mismunandi, en algengasta ástæðan væri sjúkdómurinn ættgengi, sem getið er um hér á síðunni. "Þessi sjúkdómur er miklu algengari hér á landi heldur en annars staðar," sagði Friðbert. "Á tuttugu ára tímabili sem ég hef gert þessar aðgerðir hefur þriðji hver þurft á þeim að halda út af þessum eina sjúkdómi. Fyrstu tíu árin gekk býsna vel að fá gjafaaugu. En síðan voru breyttar kröfur um gjafavef. Við höfðum ekki þann tækjabúnað sem þær breytingar kostuðu, til að uppfylla evrópska og bandaríska staðla. Við náðum sambandi við norræna hornhimnubankann í Árósum. Það hefur gengið mjög illa að fá gjafaaugu hér á landi á síðari árum. Á síðasta ári vorum við komnir í mikla hönk og fengum þá björgun frá bandarískum augnbanka."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×