Verðbólgan að sprengja þolmörkin 14. janúar 2005 00:01 Tólf mánaða verðbólga er komin að þolmörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans og mælist nú fjögur prósent horft til síðustu tólf mánaða. Hún hefur ekki mælst hærri síðan í júlí 2002. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,08 prósent milli desember og janúar, en búist var við því að hún lækkaði lítillega. Nær öruggt er talið að verðbólgan fari yfir efri þolmörk Seðlabankans á næstu mánuðum. "Þetta er háalvarlegt," segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ. Hækkun á verði húnæðis var 2,9 prósent og skýrir að mestu frávik frá spám um vísitöluna. "Við gerðum ekki ráð fyrir að húsnæði myndi hækka þetta mikið," segir Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur greiningardeildar Landsbankans. Björn segir að lækkandi húsnæðislánavextir og framboð húsnæðislána hafi greinilega mikil áhrif. "Spurningin er hvort dragi úr hækkunum á verði húsnæðis á næstunni," segir Björn og telur það líklega þróun. "Hins vegar er alveg ljóst að það er styrking krónunnar sem heldur aftur af verðbólgunni." Hann gerir ekki ráð fyrir að krónan veikist í bráð, en hún muni að öllum líkindum lækka þegar fram líða stundir. Ólafur Darri tekur undir það að styrkur krónunnar haldi aftur af verðbólgunni en gagnrýnir harðlega að opinberir aðilar hækki gjöld sín við núverandi kringumstæður og óttast að forsendur kjarasamninga bresti. "Það er sérkennilegt að opinberir aðilar noti fortíðarverðbólgu sem forsendu fyrir því að kynda undir framtíðarverðbólgu. Við munum mæla hvort kjarasamningar haldi í nóvember en því miður bendir allt til þess að forsendur samninganna muni bresta." Samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans ber bankanum að skrifa ríkisstjórninni bréf þegar verðbólga fer í eða yfir þolmörk verðbólgumarkmiðsins. Björn Rúnar segir ljóst að Seðlabankinn skrifi nú bréf þar sem lýst er ástæðum og bent á leiðir til úrbóta. ASÍ segir í yfirlýsingu að fróðlegt verði að sjá ráð Seðlabankans, þar sem stjórnvöld beri ábyrgð á verðbólgunni, meðal annars með gjaldskrárhækkunum. Innlent Viðskipti Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Tólf mánaða verðbólga er komin að þolmörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans og mælist nú fjögur prósent horft til síðustu tólf mánaða. Hún hefur ekki mælst hærri síðan í júlí 2002. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,08 prósent milli desember og janúar, en búist var við því að hún lækkaði lítillega. Nær öruggt er talið að verðbólgan fari yfir efri þolmörk Seðlabankans á næstu mánuðum. "Þetta er háalvarlegt," segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ. Hækkun á verði húnæðis var 2,9 prósent og skýrir að mestu frávik frá spám um vísitöluna. "Við gerðum ekki ráð fyrir að húsnæði myndi hækka þetta mikið," segir Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur greiningardeildar Landsbankans. Björn segir að lækkandi húsnæðislánavextir og framboð húsnæðislána hafi greinilega mikil áhrif. "Spurningin er hvort dragi úr hækkunum á verði húsnæðis á næstunni," segir Björn og telur það líklega þróun. "Hins vegar er alveg ljóst að það er styrking krónunnar sem heldur aftur af verðbólgunni." Hann gerir ekki ráð fyrir að krónan veikist í bráð, en hún muni að öllum líkindum lækka þegar fram líða stundir. Ólafur Darri tekur undir það að styrkur krónunnar haldi aftur af verðbólgunni en gagnrýnir harðlega að opinberir aðilar hækki gjöld sín við núverandi kringumstæður og óttast að forsendur kjarasamninga bresti. "Það er sérkennilegt að opinberir aðilar noti fortíðarverðbólgu sem forsendu fyrir því að kynda undir framtíðarverðbólgu. Við munum mæla hvort kjarasamningar haldi í nóvember en því miður bendir allt til þess að forsendur samninganna muni bresta." Samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans ber bankanum að skrifa ríkisstjórninni bréf þegar verðbólga fer í eða yfir þolmörk verðbólgumarkmiðsins. Björn Rúnar segir ljóst að Seðlabankinn skrifi nú bréf þar sem lýst er ástæðum og bent á leiðir til úrbóta. ASÍ segir í yfirlýsingu að fróðlegt verði að sjá ráð Seðlabankans, þar sem stjórnvöld beri ábyrgð á verðbólgunni, meðal annars með gjaldskrárhækkunum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira