Innlent

Impregilo vildi ekki funda með ASÍ

Fundur var haldinn í félagsmálanefnd Alþingis í morgun til þess m.a. að fjalla um ágreining ASÍ og Impregilo um aðbúnað og kjör starfsmanna við byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Á fundinn komu fulltrúar félagsmálaráðuneytisins, Landsvirkjunar, verkalýðshreyfingarinnar og Impregilo. Gert var ráð fyrir að fulltrúar ASÍ og Impregilo yrðu samtímis á fundinum en þegar til kastanna kom neituðu fulltrúar Impregilo með öllu að sá háttur yrði hafður á og var það látið eftir þeim. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í félagsmálanefnd mótmæltu þessu fyrirkomulagi harðlega og óskuðu skýringa á því, enda segjast þeir telja mjög til baga að haga málum með þessum hætti þar sem til umfjöllunar voru þungar ásakanir veralýðshreyfingarinnar á hendur forsvarsmönnum Impregilo og óeðlilegt að nefndarmenn gætu ekki heyrt skoðanaskipti deiluaðila.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×