Viðskipti innlent

Actavis fjárfestir í Bandaríkjunum

Lyfjafyrirtækið Actavis hefur keypt bandaríska samheitalyfjafyrirtækið Amide Pharmaceuticals fyrir rösklega 3,2 milljaðra króna. Í tilkynningu frá Actavis segir að með kaupunum verði Actavis kleift að markaðssetja lyf sín á bandaríska markaðnum og til samans verða fyrirtækin með um 500 lyf á markaðnum. Amide stefnir að því að setja tíu ný lyf á markaðinn innan tíðar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×