Eyjólfur Sverrisson þjálfari 21 árs landsliðsins í knattspyrnu hefur orðið að gera 2 breytingar á leikmannahópnum fyrir landsleik Íslendinga og Króata á morgun. Fylkismennirnir Bjarni Þórður Halldórsson og Viktor Bjarki Arnarsson geta ekki verið með. Í þeirra stað koma Magnús Þormar markvörður Keflavíkur og Eyjólfur Héðinsson sóknarmaður úr Fylki. Íslendingar mæta Króötum á KR-vellinum klukkan 17 á morgun.