Frumvarp um RÚV sem ég vil sjá 29. nóvember 2005 05:00 Senn leggur menntamálaráðherra fram nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið. Mikilvægi stofnunarinnar þarf að virða og tryggja að hún skuli hafa varanlegan sess sem menningarstofnun og almannaútvarp í eigu allra landsmanna. Það sem ég vil sjá... ... er að frumvarpið sýni almennan skilning á sérstöðu Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaðnum. Ríkisútvarpinu ber samkvæmt lögum að gæta óhlutdrægni, vernda skoðanafrelsi og halda uppi fjölbreyttum skoðunum. Ríkisútvarpið er eina útvarpsstöðin sem hefur þetta lögbundna hlutverk og því er brýnt að standa vörð um það. ...er að í frumvarpinu verði hnykkt á þeirri skyldu Ríkisútvarpsins að efla íslenska dagskrárgerð og Ríkisútvarpinu gert það kleift að framleiða miklu meira innlent efni en nú er gert. Meginhlutverk Ríkisútvarpsins á að vera metnaðarfull innlend dagskrárgerð og að standa vörð um tunguna og menninguna. Það er forsenda þess að við viljum hafa ríkisrekinn fjölmiðil og það er þjónusta sem íslenska þjóðin vill og á rétt á. ...er að í frumvarpinu verði lagðar til breytingar á lögum um Ríkisútvarpið sem fælu í sér að komið væri á breiðari yfirstjórn, annars vegar til að renna styrkari stoðum undir rekstur Ríkisútvarpsins og hins vegar til að efla lýðræðislega stjórn þess til dæmis með beinni þátttöku starfsmanna, fulltrúa félagasamtaka og kjörinna fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi í yfirstjórn stofnunarinnar, en þeir ráði þó ekki í krafti meirihlutavalds sem endurspeglar ríkisstjórn, eins og nú er. ...er að Ríkisútvarpinu verði tryggðir traustir tekjustofnar til að geta rækt menningarlegt hlutverk sitt myndarlega. Helst vildi ég sjá að það yrði gert rausnarlega af fjárlögum. Stundum virðist líka sem allt snúist eingöngu um að hætt verði að innheimta afnotagjöld og að til þess að þau hverfi megi jafnvel selja Ríkisútvarpið. Þá vill gjarnan gleymast að í löndunum í kringum okkur er alls staðar rekið öflugt ríkisútvarp og þykir sjálfsagt og eðlilegt. Það sem ég vil ekki sjá... ...er að breyta eigi Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Hvergi hafa heyrst gild rök fyrir því hvers vegna ætti að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Þó hefur heyrst að það yrði til að liðka fyrir rekstrinum ef RÚV yrði hlutafélag í eigu ríkisins því þá gæti stofnunin brugðist skjótt við samkeppni og verið skjót til ákvarðana. Ég spyr á móti: Hvað er því til fyrirstöðu að stofnun sé breytt þannig að hún bregðist skjótt við samkeppni þó svo að hún sé ekki gerð að hlutafélagi? Í hlutafélagi felst hins vegar að til greina kæmi að selja það hlutafélag. Það er óhætt að segja að fordæmin séu slæm ef um er að ræða hlutafélag í eigu ríkisins, því það er og hefur verið stefna ríkisstjórnarinnar að einkavæða þau. Minnsta vísbending í þá átt er að mati okkar sem stöndum að Hollvinasamtökum RÚV beinlínis hættuleg fyrir íslenska menningu, fyrir öryggi landsmanna og ekki síst fyrir fjölmiðla landsins með tilliti til ríkjandi samþjöppunar í þeim geira. Lýðræðisþróun í landinu er hætta búin ef frjálst Ríkisútvarp verður lagt af sem stofnun í eigu þjóðarinnar allrar. ...er að pólitískt ægivald ríki yfir Ríkisútvarpinu, yfirstjórn þess þarf að vera eins lýðræðisleg og kostur er til að það geti gegnt hlutverki sínu sem þjóðarútvarp. ...er að landsbyggðarútvarp Ríkisútvarpsins (Rás 2) verði lagt af, eða starfsemi þess dregin saman. Umfram allt óska ég mér þess að nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið efli það og tryggi því þann sess að það verði áfram þjóðarútvarp í almannaeign og hornsteinn menningar og lýðræðis í landinu. Höfundur er formaður Hollvinasamtaka Ríkisútvarpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Senn leggur menntamálaráðherra fram nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið. Mikilvægi stofnunarinnar þarf að virða og tryggja að hún skuli hafa varanlegan sess sem menningarstofnun og almannaútvarp í eigu allra landsmanna. Það sem ég vil sjá... ... er að frumvarpið sýni almennan skilning á sérstöðu Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaðnum. Ríkisútvarpinu ber samkvæmt lögum að gæta óhlutdrægni, vernda skoðanafrelsi og halda uppi fjölbreyttum skoðunum. Ríkisútvarpið er eina útvarpsstöðin sem hefur þetta lögbundna hlutverk og því er brýnt að standa vörð um það. ...er að í frumvarpinu verði hnykkt á þeirri skyldu Ríkisútvarpsins að efla íslenska dagskrárgerð og Ríkisútvarpinu gert það kleift að framleiða miklu meira innlent efni en nú er gert. Meginhlutverk Ríkisútvarpsins á að vera metnaðarfull innlend dagskrárgerð og að standa vörð um tunguna og menninguna. Það er forsenda þess að við viljum hafa ríkisrekinn fjölmiðil og það er þjónusta sem íslenska þjóðin vill og á rétt á. ...er að í frumvarpinu verði lagðar til breytingar á lögum um Ríkisútvarpið sem fælu í sér að komið væri á breiðari yfirstjórn, annars vegar til að renna styrkari stoðum undir rekstur Ríkisútvarpsins og hins vegar til að efla lýðræðislega stjórn þess til dæmis með beinni þátttöku starfsmanna, fulltrúa félagasamtaka og kjörinna fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi í yfirstjórn stofnunarinnar, en þeir ráði þó ekki í krafti meirihlutavalds sem endurspeglar ríkisstjórn, eins og nú er. ...er að Ríkisútvarpinu verði tryggðir traustir tekjustofnar til að geta rækt menningarlegt hlutverk sitt myndarlega. Helst vildi ég sjá að það yrði gert rausnarlega af fjárlögum. Stundum virðist líka sem allt snúist eingöngu um að hætt verði að innheimta afnotagjöld og að til þess að þau hverfi megi jafnvel selja Ríkisútvarpið. Þá vill gjarnan gleymast að í löndunum í kringum okkur er alls staðar rekið öflugt ríkisútvarp og þykir sjálfsagt og eðlilegt. Það sem ég vil ekki sjá... ...er að breyta eigi Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Hvergi hafa heyrst gild rök fyrir því hvers vegna ætti að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Þó hefur heyrst að það yrði til að liðka fyrir rekstrinum ef RÚV yrði hlutafélag í eigu ríkisins því þá gæti stofnunin brugðist skjótt við samkeppni og verið skjót til ákvarðana. Ég spyr á móti: Hvað er því til fyrirstöðu að stofnun sé breytt þannig að hún bregðist skjótt við samkeppni þó svo að hún sé ekki gerð að hlutafélagi? Í hlutafélagi felst hins vegar að til greina kæmi að selja það hlutafélag. Það er óhætt að segja að fordæmin séu slæm ef um er að ræða hlutafélag í eigu ríkisins, því það er og hefur verið stefna ríkisstjórnarinnar að einkavæða þau. Minnsta vísbending í þá átt er að mati okkar sem stöndum að Hollvinasamtökum RÚV beinlínis hættuleg fyrir íslenska menningu, fyrir öryggi landsmanna og ekki síst fyrir fjölmiðla landsins með tilliti til ríkjandi samþjöppunar í þeim geira. Lýðræðisþróun í landinu er hætta búin ef frjálst Ríkisútvarp verður lagt af sem stofnun í eigu þjóðarinnar allrar. ...er að pólitískt ægivald ríki yfir Ríkisútvarpinu, yfirstjórn þess þarf að vera eins lýðræðisleg og kostur er til að það geti gegnt hlutverki sínu sem þjóðarútvarp. ...er að landsbyggðarútvarp Ríkisútvarpsins (Rás 2) verði lagt af, eða starfsemi þess dregin saman. Umfram allt óska ég mér þess að nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið efli það og tryggi því þann sess að það verði áfram þjóðarútvarp í almannaeign og hornsteinn menningar og lýðræðis í landinu. Höfundur er formaður Hollvinasamtaka Ríkisútvarpsins.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun