Innlent

Yfirgripsmikil leit að Friðriki

Stórtæk leit að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni, sem saknað er síðan bátur fórst á Viðeyjarsundi fyrir viku síðan, er hafin. Búist er við að á annað hundrað manns taki þátt í leitinni í dag. Björgunarsveitarmenn í slysavarnarfélaginu Landsbjörgu mættu í bækistöðvar klukkan átta í morgun. Leitað verður á stóru svæði umhverfis höfuðborgarsvæðið, að Akranesi og þar í kring, þar sem líkur eru á að Friðrik gæti fundist. Á annað hundrað manns mun taka þátt í leitinni. Á sumum svæðum munu mismunandi hópar leita oftar en einu sinni. Einnig verður leitað á bátum og verða kafarar til taks ef þurfa þykir. Til stendur að leita fram eftir kvöldi og verður síðdegis tekin ákvörðun um hvort leit verði haldið áfram á morgun, það er ef leitin í dag ber ekki árangur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×