Innlent

Hálfan sólarhring til Akureyrar

Þetta var ekkert, ég hef komist upp í það að vera 55 tíma í bílnum á leiðinni norður," segir Arnar Andrésson flutningabílstjóri, en hann flytur Fréttablaðið og DV norður í land. Arnar lagði af stað frá Reykjavík norður á Akureyri þrátt fyrir ófærðina klukkan tvö í fyrri nótt og náði á leiðarenda hálfum sólarhring seinna. "Þetta gekk bara ljómandi vel. Ég fór náttúrulega hægt yfir, stoppaði dálitla stund á Öxnadalsheiði, það voru flutningabílar þar þvers og kruss sem voru fastir þar síðan snemma um morguninn." Arnar komst loks á áfangastað klukkan þrú í gærdag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×