Viðskipti innlent

Telur að verðbólguspá haldi

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands komi til með að halda aftur af verðbólgunni og að hún verði aðeins 2,1 prósent í ár. Í Morgunkorni Íslandsbanka í gær kom fram að nú sé verðbólga á Íslandi hærri en gengur og gerist í samanburðarlöndum okkar og er aukin innlend eftirspurn talin frumorsök verðbólgunnar nú. Bankinn spáir því hins vegar að verðbólgan mun hjaðna hratt á næstu mánuðum þegar áhrifa af gengishækkunar krónunnar fer að gæta í auknum mæli og verði komin niður fyrir verðbólgumarkmið Seðlabankans um mitt ár. Íslandsbanki segir að ef þessi spá gangi eftir þá sé um markverðan árangur í hagstjórn að ræða en bendir á að sá árangur muni hvíla á aðhaldsemi í peningastjórnun en ekki í aðhaldi við rekstur hins opinbera. "Verðbólgumarkmiðinu er þannig náð með því að lækka verð innfluttrar vöru og veikja stöðu þeirra fyrirtækja sem helst keppa við erlend," segir í Morgunkorninu. Þótt verðbólguhorfur á nýhöfnu ári séu góðar að mati Íslandsbanka telur greiningardeildin að áhrif hás gengis fjari út þegar á líður á næsta ár og þá gerir Íslandsbanki ráð fyrir að verðbólgan verði 3,3 prósent.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×