Viðskipti innlent

Ný stjórn Símans kjörin

MYND/Páll Bergmann
Lýður Guðmundsson var kjörinn stjórnarformaður Símans á fyrsta hluthafafundi hans eftir einkavæðingu sem haldinn var á Nordica-hóteli í dag. Með Lýði í stjórn verða Rannveig Rist, sem verður varaformaður, Panikos Katsouris, Gísli Hjálmtýsson og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson meðstjórnendur. Varamenn voru kjörnir Ágúst Guðmundsson, Erlendur Hjaltason og Sveinn Þór Stefánsson. Í tilkynningu frá Símanum kemur fram að á fundinum hafi Lýður sagt að hann vildi tryggja að fyrirtækið yrði áfram eftirsóknarverður vinnustaður. Hann sagðist jafnframt sjá í fyrirtækinu fjölmörg spennandi verkefni sem halda muni áfram að þróast í framtíðinni. Þá munu hluthafar fá sent yfirtökutilboð í hlut sinn í Símanum en tilboðsverð er hið sama og við kaup Skipta ehf. á hlutafé íslenska ríkisins. Lýður sagðist enn fremur leggja til við stjórn Símans að félagið yrði afskráð af tilboðsmarkaði Kauphallar Íslands þegar frestur til að taka yfirtökutilboði rynni út. Eignarhald á Símanum sé samþjappað og aðeins um 1,2 prósent hlutafjár í dreifðri eign.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×