Innlent

Samfylkingin mótmælir vítinu

Þingflokkur Samfylkingarinnar mótmælir því harðlega að orð Lúðvíks Bergvinssonar, sem Halldór Blöndal vítti hann fyrir í gær, hafi verið af því tagi að beita ætti vítum. Lúðvík sagði: „Forseti, ég hef orðið.“ Þingflokkurinn viðurkennir að það sé rétt að þingmanni beri að hlýða á orð forseta þegar hann talar, en telur Lúðvík ekki hafa farið út fyrir þau mörk sem 89. grein þingskapa, sem kveður á um þingvíti, setur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×