Dæmdur fyrir sama brot 14. apríl 2005 00:01 Ungur bifhjólamaður, sem lögreglan stöðvaði með því að aka í veg fyrir hann, var í dag sýknaður af því að hafa brotið af sér á þeim tíma. Hann var hins vegar dæmdur fyrir brot fyrr um kvöldið sem annar maður hefur gengist við og gert dómsátt. Maðurinn var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fundinn sekur um að hafa ekið vélhjóli á 119 km hraða vestur Sæbraut að kvöldi 31. maí í fyrra. Hann kveðst ósáttur við að hafa verið dæmdur fyrir brot sem viðurkennt sé að annar maður hafi framið. „Ég er í rauninni dæmdur fyrir hans brot vegna þess að það er ómögulegt að mæla tvö ökutæki með einni ratsjá,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir lögreglumennina sem gerðu mælinguna hafa verið staðna að rangfærslum fyrir rétti og því mjög vafasamt að tekið skuli fullt mark á vitnisburði þeirra. Hann ætli ekki að una dómnum að þessu leyti. Fyrir stuttu var lögreglumaður sakfelldur í Héraðsdómi fyrir að hafa ekið í veg fyrir manninn á Ægissíðu, sama kvöld og hann var dæmdur fyrir að aka of hratt Sæbrautina. Lögreglumaðurinn var talinn hafa stofnað lífi hans í hættu. Maðurinn segir að hann hafi skollið á lögreglubílnum - það sýni framdekkið sem sé kýlt aftur. Eðli rispnanna á hjólinu sanni líka að hjólið hafi ekki runnið eftir götunni, eins og ákæruvaldið hafi haldið fram, heldur aðeins skollið á gangstéttarkantinum eftir að lögreglubílnum var ekið í veg fyrir það. Páll var sýknaður af ákæru um að hafa ekið á ólöglegum hraða þegar lögreglan stöðvaði hann. Fréttin var uppfærð þann 23. febrúar 2024. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Sjá meira
Ungur bifhjólamaður, sem lögreglan stöðvaði með því að aka í veg fyrir hann, var í dag sýknaður af því að hafa brotið af sér á þeim tíma. Hann var hins vegar dæmdur fyrir brot fyrr um kvöldið sem annar maður hefur gengist við og gert dómsátt. Maðurinn var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fundinn sekur um að hafa ekið vélhjóli á 119 km hraða vestur Sæbraut að kvöldi 31. maí í fyrra. Hann kveðst ósáttur við að hafa verið dæmdur fyrir brot sem viðurkennt sé að annar maður hafi framið. „Ég er í rauninni dæmdur fyrir hans brot vegna þess að það er ómögulegt að mæla tvö ökutæki með einni ratsjá,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir lögreglumennina sem gerðu mælinguna hafa verið staðna að rangfærslum fyrir rétti og því mjög vafasamt að tekið skuli fullt mark á vitnisburði þeirra. Hann ætli ekki að una dómnum að þessu leyti. Fyrir stuttu var lögreglumaður sakfelldur í Héraðsdómi fyrir að hafa ekið í veg fyrir manninn á Ægissíðu, sama kvöld og hann var dæmdur fyrir að aka of hratt Sæbrautina. Lögreglumaðurinn var talinn hafa stofnað lífi hans í hættu. Maðurinn segir að hann hafi skollið á lögreglubílnum - það sýni framdekkið sem sé kýlt aftur. Eðli rispnanna á hjólinu sanni líka að hjólið hafi ekki runnið eftir götunni, eins og ákæruvaldið hafi haldið fram, heldur aðeins skollið á gangstéttarkantinum eftir að lögreglubílnum var ekið í veg fyrir það. Páll var sýknaður af ákæru um að hafa ekið á ólöglegum hraða þegar lögreglan stöðvaði hann. Fréttin var uppfærð þann 23. febrúar 2024.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Sjá meira