Enginn er eyland í R-listanum 22. júlí 2005 00:01 „Það býður enginn flokkur fram Reykjavíkurlista einn og sér - það er ekki R-listi,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. Tveir menn eru skráðir fyrir Reykjavíkurlistanum í fyrirtækjaskrá - annar er framsóknarmaður og hinn er í Samfylkingunni. Össuri Skarphéðinssyni hefur orðið tíðrætt undanfarna daga um þann möguleika að Samfylkingin bjóði ein fram undir nafni R-listans, í samstarfi við óháða. En er það hægt - á Samfylkingin Reykjavíkurlistann? Fréttastofan komst að því hjá fyrirtækjaskrá í dag að R-listinn fékk kennitölu 23. febrúar 1994. Ábyrgðarmaður þá var Valdimar K. Jónsson. Heimilisfang listans er sagt Laugavegur 31. Þeir sem standa að félaginu eru kjördæmisráð Alþýðubandalagsfélagsins í Reykjavík, fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna og Framsóknarfélaganna í Reykjavík og Samtök um Kvennalista. Í fyrirtækjaskránni kemur einnig fram að R-listinn eigi heima að Drápuhlíð 29 hjá Ingvari Sverrissyni. Spurningin er þá væntanlega: Hver á nafnið „Reykjavíkurlistinn“ - ef nokkur? Valdimar K. Jónsson er framsóknarmaður, Ingvar Sverrisson er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Þrjátíu og tveimur prósentum þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Plússins á þriðjudag leist vel á Össur Skarphéðinsson sem næsta borgarstjóra. Heimildamenn fréttastofu telja að Össur gæti ef til vill orðið sterkt borgarstjóraefni Samfylkingarinnar, en að sama skapi sé afar ólíklegt að Framsóknarflokkur og Vinstri grænir gætu sætt sig við hann sem borgarstjóraefni sameinaðs R-lista. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segist enga skoðun hafa á því hverjir vilji taka slaginn um borgarstjórastólinn - sú umræða sé einfaldlega ótímabær. Hún segir hugmyndina um að Samfylkingin bjóði fram undir merkjum R-lista, án hinna samstarfsflokkanna tveggja, hafi verið viðruð af Gunnari Karlssyni prófessor á fundi hjá Samfylkingunni, en að hennar mati býður enginn flokkur fram R-lista einn og sér - það sé ekki R-listi. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
„Það býður enginn flokkur fram Reykjavíkurlista einn og sér - það er ekki R-listi,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. Tveir menn eru skráðir fyrir Reykjavíkurlistanum í fyrirtækjaskrá - annar er framsóknarmaður og hinn er í Samfylkingunni. Össuri Skarphéðinssyni hefur orðið tíðrætt undanfarna daga um þann möguleika að Samfylkingin bjóði ein fram undir nafni R-listans, í samstarfi við óháða. En er það hægt - á Samfylkingin Reykjavíkurlistann? Fréttastofan komst að því hjá fyrirtækjaskrá í dag að R-listinn fékk kennitölu 23. febrúar 1994. Ábyrgðarmaður þá var Valdimar K. Jónsson. Heimilisfang listans er sagt Laugavegur 31. Þeir sem standa að félaginu eru kjördæmisráð Alþýðubandalagsfélagsins í Reykjavík, fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna og Framsóknarfélaganna í Reykjavík og Samtök um Kvennalista. Í fyrirtækjaskránni kemur einnig fram að R-listinn eigi heima að Drápuhlíð 29 hjá Ingvari Sverrissyni. Spurningin er þá væntanlega: Hver á nafnið „Reykjavíkurlistinn“ - ef nokkur? Valdimar K. Jónsson er framsóknarmaður, Ingvar Sverrisson er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Þrjátíu og tveimur prósentum þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Plússins á þriðjudag leist vel á Össur Skarphéðinsson sem næsta borgarstjóra. Heimildamenn fréttastofu telja að Össur gæti ef til vill orðið sterkt borgarstjóraefni Samfylkingarinnar, en að sama skapi sé afar ólíklegt að Framsóknarflokkur og Vinstri grænir gætu sætt sig við hann sem borgarstjóraefni sameinaðs R-lista. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segist enga skoðun hafa á því hverjir vilji taka slaginn um borgarstjórastólinn - sú umræða sé einfaldlega ótímabær. Hún segir hugmyndina um að Samfylkingin bjóði fram undir merkjum R-lista, án hinna samstarfsflokkanna tveggja, hafi verið viðruð af Gunnari Karlssyni prófessor á fundi hjá Samfylkingunni, en að hennar mati býður enginn flokkur fram R-lista einn og sér - það sé ekki R-listi.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira