Viðskipti innlent

Aflaverðmæti eykst

Aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum hefur aukist um 1 milljarð króna eða 4,1% frá síðasta ári en á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2005 nam aflaverðmætið 25,9 milljörðum króna samanborið við 24,9 milljarða á sama tímabili 2004. Verðmæti þorsks dróst saman um tæp 10%, fór úr tæplega 1,2 milljörðum króna í um 10,9 milljarða. Verðmæti ýsuaflans jókst um 28%, eða um tæpar 770 milljónir á tímabilinu janúar til apríl í ár. Verðmæti karfans jókst um tæpar 610 milljónir frá fyrra ári og nam verðmætið á loðnuvertíðinni rúmum 4,7 milljörðum króna sem er rúmlega 1100 milljónum meira miðað við sama tímabil í fyrra eða um þriðjungs aukning. Þá jókst aflaverðmæti kolmunna um rúmar 100 milljónir króna á milli ára og nam tæpum 350 milljónum í lok aprílmánaðar 2005 en þar er um 43% aukningu að ræða. Á Suðurlandi varð mesta aukningin í vinnslu úr afla milli ára og nam aukningin 611 milljónum króna eða 26%. Mesti samdráttur var hins vegar á Vesturlandi, um 680 milljónir króna eða sem nemur 37%.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×