Stór ákvörðun að hætta 28. febrúar 2005 00:01 Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hættir á þingi 1. ágúst til að taka við starfi deildarforseta lögfræðideildar við Viðskiptaháskólann á Bifröst. "Það er stór ákvörðun að hætta á þingi. Ég hef hins vegar leitt hugann að því síðustu mánuði að láta þetta kjörtímabil nægja. Ég er búin að vera 10 ár á þingi. Það er búinn að vera góður og skemmtilegur tími en fagið mitt, lögfræði, hefur dálítið togað í mig," segir Bryndís. "Mér bauðst þetta tækifæri hér á Bifröst og vildi ekki sleppa því. Maður má ekki bíða of lengi með það að skipta um starfsvettvang ef maður ætlar sér það á annað borð," segir hún. Bryndís neitar því alfarið að ákvörðun hennar tengist eitthvað þeim formannslag sem nú stendur yfir í Samfylkingunni. "Að láta af starfi eins og þingmennsku er eitthvað sem maður gerir á sínum eigin forsendum og ekki fyrir nokkurn mann annan en sjálfan sig. Ég var hinsvegar tilbúin að taka þessa ákvörðun vegna þess að mér býðst annað spennandi tækifæri. Ég trúi því að stuðningsmenn mínir og kjósendur hafi skilning á því að þetta tækifæri kemur á miðju kjörtímabili þannig að ég get ekki klárað kjörtímabilið," segir hún. Því hefur verið haldið fram að Bryndís sé með þessu að víkja úr sæti á Alþingi svo Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fái meira vægi í formannslagnum. Um það segir Bryndís: "Ég get ekkert sagt annað en það að samsæriskenningar af þeim toga eru fullkomlega á villigötum. Ég geri þetta algjörlega á mínum eigin forsendum og maður getur ekki látið Gróu á Leiti eða samsæriskenningar stjórna sínu lífi og ég held mig við mínar skýringar og treysti því að fólk skilji þær. Að sögn Bryndísar tók forysta flokksins ákvörðun hennar vel og sýndi henni mikinn skilning. Spurð um hvaða viðbrögð hún hafi fengið segir hún þau yfirleitt jákvæð. "Fólk hefur að minnsta kosti sýnt þessu skilning þó svo að sumir séu misjafnlega ánægðir með að ég sé að hætta í pólitík. Hingað til hef ég ekki fengið annað en skilning frá þeim sem standa mér nærri. Þeir vita að þessi ákvörðun er tekin á mínum forsendum og ég veit í hjartanu að ég er að gera rétt," segir Bryndís. Spurð hvort hún sé hætt í pólitík fullt og allt svarar hún: "Í það minnsta af þeim krafti sem ég var í henni." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hættir á þingi 1. ágúst til að taka við starfi deildarforseta lögfræðideildar við Viðskiptaháskólann á Bifröst. "Það er stór ákvörðun að hætta á þingi. Ég hef hins vegar leitt hugann að því síðustu mánuði að láta þetta kjörtímabil nægja. Ég er búin að vera 10 ár á þingi. Það er búinn að vera góður og skemmtilegur tími en fagið mitt, lögfræði, hefur dálítið togað í mig," segir Bryndís. "Mér bauðst þetta tækifæri hér á Bifröst og vildi ekki sleppa því. Maður má ekki bíða of lengi með það að skipta um starfsvettvang ef maður ætlar sér það á annað borð," segir hún. Bryndís neitar því alfarið að ákvörðun hennar tengist eitthvað þeim formannslag sem nú stendur yfir í Samfylkingunni. "Að láta af starfi eins og þingmennsku er eitthvað sem maður gerir á sínum eigin forsendum og ekki fyrir nokkurn mann annan en sjálfan sig. Ég var hinsvegar tilbúin að taka þessa ákvörðun vegna þess að mér býðst annað spennandi tækifæri. Ég trúi því að stuðningsmenn mínir og kjósendur hafi skilning á því að þetta tækifæri kemur á miðju kjörtímabili þannig að ég get ekki klárað kjörtímabilið," segir hún. Því hefur verið haldið fram að Bryndís sé með þessu að víkja úr sæti á Alþingi svo Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fái meira vægi í formannslagnum. Um það segir Bryndís: "Ég get ekkert sagt annað en það að samsæriskenningar af þeim toga eru fullkomlega á villigötum. Ég geri þetta algjörlega á mínum eigin forsendum og maður getur ekki látið Gróu á Leiti eða samsæriskenningar stjórna sínu lífi og ég held mig við mínar skýringar og treysti því að fólk skilji þær. Að sögn Bryndísar tók forysta flokksins ákvörðun hennar vel og sýndi henni mikinn skilning. Spurð um hvaða viðbrögð hún hafi fengið segir hún þau yfirleitt jákvæð. "Fólk hefur að minnsta kosti sýnt þessu skilning þó svo að sumir séu misjafnlega ánægðir með að ég sé að hætta í pólitík. Hingað til hef ég ekki fengið annað en skilning frá þeim sem standa mér nærri. Þeir vita að þessi ákvörðun er tekin á mínum forsendum og ég veit í hjartanu að ég er að gera rétt," segir Bryndís. Spurð hvort hún sé hætt í pólitík fullt og allt svarar hún: "Í það minnsta af þeim krafti sem ég var í henni."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira