Vandaðir hlutir hreyfa við mér 3. mars 2005 00:01 Elín Agla Bríem er fædd í Reykjavík en uppalin að mestu í Keflavík. Fyrir tveimur árum flutti hún til Englands til að starfa í stórri búddamiðstöð á Norður-Englandi. Hún hefur verið að hanna og selja loðkraga úr kanínufeldi og kimonosilki. "Ég hannaði þessa kimonokraga í byrjun fyrir sjálfa mig því ég fann ekkert þessu líkt í verslunum. Mig langaði í eitthvað um hálsinn úr vönduðu efni sem myndi endast og væri alltaf klassískt. Ég er líka afar hrifin af japönskum textíl og kimonosilki en það er ekki praktískt að tipla um í fullum kimonoskrúða í rigningunni á Englandi, hvað þá heldur í snjónum á Íslandi. Svo þetta er hagnýt málamiðlun," segir Elín en hver kragi sem hún gerir er einstakur. "Kimonokragarnir eru gerðir úr kanínufeldi og ég hef notað þrjá mismunandi liti; svartan, gráan og hvítan. Svo kaupi ég kimonosilkið beint frá Japan og er með alls kyns liti og mynstur. Ég hannaði þá þannig að hægt sé að snúa þeim á tvo vegu -- það er hægt að snúa feldinum út og silkinu inn eða öfugt. Mér finnst unaðslegt að hafa feldinn upp við hálsinn, svo dásamlega mjúkt og hlýtt. Einhverra hluta vegna virðast karlmenn, samkvæmt óvísindalegri könnun minni, vera hrifnari af að sjá feldinn vísa út. Viðbrögðin hjá konum hafa verið mjög góð og mér sýnast þær vel kunna að meta kragana." Elín hefur alltaf haft áhuga á hönnun og því sem tengist henni og útilokar ekki frekari framleiðslu á næstunni. "Ég hef alltaf haft áhuga á góðri hönnun. Fallegir og vandaðir hlutir hreyfa við mér rétt eins og listaverk og ég fæ í hnén þegar ég sé falleg efni og vel gerðar flíkur. Ég finn í beinunum hvað mér finnst fallegt og hvað ekki. Ég er ekki menntuð í hönnun heldur í heimspeki sem þarf auðvitað ekki að vera nein mótsögn. Ég ætla að einbeita mér að krögunum í bili og undirbúa meiri framleiðslu og sölu fyrir næsta haust. Annars kemur þetta allt að sjálfu sér yfirleitt, eitt tekur við af öðru." En ætlarðu ekki að fara að koma heim? "Tilfinningar mínar til Íslands hafa alltaf verið ástríðufullar og það hefur heldur bætt í síðan ég settist að erlendis. Ég er að reyna að kenna kærastanum mínum íslensku og hann getur núna sagt "gjörðu svo vel", "takk sömuleiðis" og "góður fiskur". Það gæti komið sér vel ef við flytjum heim. En við ætlum fyrst að flytja í sveit hér á Englandi og sjá hvernig það á við okkur, en ég get ekki ímyndað mér að ég verði mjög lengi í viðbót í burtu frá fósturjörðinni, yndislegri fjölskyldu og vinum. En kannski það velti á því hvenær ég missi endanlega þolinmæði gagnvart klassískri spurningu Englendinga þegar ég segi þeim að ég sé frá Íslandi. Hún er eitthvað á þessa leið: "Er ekki skelfilega kalt þar?" Kragarnir hennar Elínar eru ekki enn til í verslunum en hún tekur við pöntunum á netfanginu aglanaglalakk@yahoo.com og einnig eru þeir á heimasíðunni Sirrýjar í Fólki á www.skjar1.is/folk. Hver kragi kostar 7.500 krónur.Kragarnir falla vel að hálsinum og geta bæði virkað sem trefill og tískufylgihlutur. FleiriElín Agla býr í Englandi með sambýlismanni sínum og hefur góða aðstöðu til að búa til kragana vinsælu.Kragarnir eru eins mismunandi og þeir eru margir. Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Elín Agla Bríem er fædd í Reykjavík en uppalin að mestu í Keflavík. Fyrir tveimur árum flutti hún til Englands til að starfa í stórri búddamiðstöð á Norður-Englandi. Hún hefur verið að hanna og selja loðkraga úr kanínufeldi og kimonosilki. "Ég hannaði þessa kimonokraga í byrjun fyrir sjálfa mig því ég fann ekkert þessu líkt í verslunum. Mig langaði í eitthvað um hálsinn úr vönduðu efni sem myndi endast og væri alltaf klassískt. Ég er líka afar hrifin af japönskum textíl og kimonosilki en það er ekki praktískt að tipla um í fullum kimonoskrúða í rigningunni á Englandi, hvað þá heldur í snjónum á Íslandi. Svo þetta er hagnýt málamiðlun," segir Elín en hver kragi sem hún gerir er einstakur. "Kimonokragarnir eru gerðir úr kanínufeldi og ég hef notað þrjá mismunandi liti; svartan, gráan og hvítan. Svo kaupi ég kimonosilkið beint frá Japan og er með alls kyns liti og mynstur. Ég hannaði þá þannig að hægt sé að snúa þeim á tvo vegu -- það er hægt að snúa feldinum út og silkinu inn eða öfugt. Mér finnst unaðslegt að hafa feldinn upp við hálsinn, svo dásamlega mjúkt og hlýtt. Einhverra hluta vegna virðast karlmenn, samkvæmt óvísindalegri könnun minni, vera hrifnari af að sjá feldinn vísa út. Viðbrögðin hjá konum hafa verið mjög góð og mér sýnast þær vel kunna að meta kragana." Elín hefur alltaf haft áhuga á hönnun og því sem tengist henni og útilokar ekki frekari framleiðslu á næstunni. "Ég hef alltaf haft áhuga á góðri hönnun. Fallegir og vandaðir hlutir hreyfa við mér rétt eins og listaverk og ég fæ í hnén þegar ég sé falleg efni og vel gerðar flíkur. Ég finn í beinunum hvað mér finnst fallegt og hvað ekki. Ég er ekki menntuð í hönnun heldur í heimspeki sem þarf auðvitað ekki að vera nein mótsögn. Ég ætla að einbeita mér að krögunum í bili og undirbúa meiri framleiðslu og sölu fyrir næsta haust. Annars kemur þetta allt að sjálfu sér yfirleitt, eitt tekur við af öðru." En ætlarðu ekki að fara að koma heim? "Tilfinningar mínar til Íslands hafa alltaf verið ástríðufullar og það hefur heldur bætt í síðan ég settist að erlendis. Ég er að reyna að kenna kærastanum mínum íslensku og hann getur núna sagt "gjörðu svo vel", "takk sömuleiðis" og "góður fiskur". Það gæti komið sér vel ef við flytjum heim. En við ætlum fyrst að flytja í sveit hér á Englandi og sjá hvernig það á við okkur, en ég get ekki ímyndað mér að ég verði mjög lengi í viðbót í burtu frá fósturjörðinni, yndislegri fjölskyldu og vinum. En kannski það velti á því hvenær ég missi endanlega þolinmæði gagnvart klassískri spurningu Englendinga þegar ég segi þeim að ég sé frá Íslandi. Hún er eitthvað á þessa leið: "Er ekki skelfilega kalt þar?" Kragarnir hennar Elínar eru ekki enn til í verslunum en hún tekur við pöntunum á netfanginu aglanaglalakk@yahoo.com og einnig eru þeir á heimasíðunni Sirrýjar í Fólki á www.skjar1.is/folk. Hver kragi kostar 7.500 krónur.Kragarnir falla vel að hálsinum og geta bæði virkað sem trefill og tískufylgihlutur. FleiriElín Agla býr í Englandi með sambýlismanni sínum og hefur góða aðstöðu til að búa til kragana vinsælu.Kragarnir eru eins mismunandi og þeir eru margir.
Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira