Hefnd fyrir olíumálið? 3. mars 2005 00:01 Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir stjórnarfrumvörp um samkeppnismál veikja stöðu samkeppnismála. Að öllum líkindum sé verið að treysta pólitísk ítök í rannsókn samkeppnismála og hefna fyrir olíumálið. Búið sé að fella út mikilvægar heimildir samkeppnisyfirvalda. Lúðvík segir að við fyrstu sýn hafi virst að menn ætluðu að styrkja samkeppnislögin. Nú virðist fremur sem menn ætli að veikja lögin og felli í því skyni burt ýmis ákvæði, til að mynda heimild samkeppnisyfrvalda til að grípa til aðgerða gegn aðgerðum sem hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Þá séu rökin engin fyrir því að leggja niður Samkeppnisráð og Samkeppnisstofnun í núverandi mynd. Eini tilgangurinn virðist vera sá að vega að sjálfstæði stofnunarinnar, koma upp pólitískri stjórn, eins konar yfirfrakka á herðum núverandi forstjóra. „Það hvarflar að manni að þetta séu aðgerðir í kjölfar hins stóra olíumáls. Að menn séu að ná einhverjum tökum á stofnuninni og koma í veg fyrir að svona lagað komi fyrir aftur,“ segir Lúðvík. Lúðvík segir ennfremur að nefndin hafi lagt til að heimilað yrði að gera húsleit heima hjá forstjórum meintra samráðsfyrirtækja. Þessa heimild hafi verið að finna í drögum laganna en ekki lengur. Það sé skrítið að leita megi heima hjá manni sem er grunaður um að stela kjötlæri en ekki hinum sem eru grunaðir um að stela milljörðum. Þá segir Lúðvík mjög óeðlilegt að samkvæmt nýju lagafrumvörpunum sé ekki gert ráð fyrir að menn megi ekki eiga beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta í þeirri atvinnustarfsemi sem lögin taki til, eigi þeir sæti í Samkeppnisráði. Það hafi þó verið í gömlu lögunum.„Ég túlka þetta þannig að verið sé að setja á fót einhvers konar eftirlitsaðila með starfsemi stofnunarinnar. Ég hef miklar áhyggjur af því að pólitíkin sé í raun og veru að festa sig í sessi sem eftirlitsaðili með þessari stofnun sem verið er að setja á laggirnar,“ segir Lúðvík. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir stjórnarfrumvörp um samkeppnismál veikja stöðu samkeppnismála. Að öllum líkindum sé verið að treysta pólitísk ítök í rannsókn samkeppnismála og hefna fyrir olíumálið. Búið sé að fella út mikilvægar heimildir samkeppnisyfirvalda. Lúðvík segir að við fyrstu sýn hafi virst að menn ætluðu að styrkja samkeppnislögin. Nú virðist fremur sem menn ætli að veikja lögin og felli í því skyni burt ýmis ákvæði, til að mynda heimild samkeppnisyfrvalda til að grípa til aðgerða gegn aðgerðum sem hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Þá séu rökin engin fyrir því að leggja niður Samkeppnisráð og Samkeppnisstofnun í núverandi mynd. Eini tilgangurinn virðist vera sá að vega að sjálfstæði stofnunarinnar, koma upp pólitískri stjórn, eins konar yfirfrakka á herðum núverandi forstjóra. „Það hvarflar að manni að þetta séu aðgerðir í kjölfar hins stóra olíumáls. Að menn séu að ná einhverjum tökum á stofnuninni og koma í veg fyrir að svona lagað komi fyrir aftur,“ segir Lúðvík. Lúðvík segir ennfremur að nefndin hafi lagt til að heimilað yrði að gera húsleit heima hjá forstjórum meintra samráðsfyrirtækja. Þessa heimild hafi verið að finna í drögum laganna en ekki lengur. Það sé skrítið að leita megi heima hjá manni sem er grunaður um að stela kjötlæri en ekki hinum sem eru grunaðir um að stela milljörðum. Þá segir Lúðvík mjög óeðlilegt að samkvæmt nýju lagafrumvörpunum sé ekki gert ráð fyrir að menn megi ekki eiga beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta í þeirri atvinnustarfsemi sem lögin taki til, eigi þeir sæti í Samkeppnisráði. Það hafi þó verið í gömlu lögunum.„Ég túlka þetta þannig að verið sé að setja á fót einhvers konar eftirlitsaðila með starfsemi stofnunarinnar. Ég hef miklar áhyggjur af því að pólitíkin sé í raun og veru að festa sig í sessi sem eftirlitsaðili með þessari stofnun sem verið er að setja á laggirnar,“ segir Lúðvík.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira