Innlent

Fylgi sjálfstæðismanna og Vg eykst

Fylgi Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna eykst en fylgi annarra flokka minnkar, samkvæmt nýrri þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar sem unnin var fyrir Morgunblaðið og birt er í blaðinu í dag. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 39,3%, en var tæplega 34% í síðustu alþingiskosningum. Fylgi Vinstri grænna eykst um nær helming og er nú 16,5%. Könnunin leiðir í ljós að stuðningur við Samfylkinguna minnkar og fengi hún 25,5% atkvæða, ef gengið yrði til kosninga nú. Framsóknarflokkurinn fengi 12,5% og Frjálslyndi flokkurinn 5,8%.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×