Innlent

Kona fær greiddar bensíndælur

Kona sem leigði olíu­félaginu Skeljungi land og húsnæði í Kópavogi undir bensínstöð fær að eiga tanka og dælubúnað samkvæmt dómi Hæstaréttar. Hæstiréttur sneri í vikunni fyrri dómi Héraðsdóms Reykja­ness frá því í desember í fyrra. Í leigusamningi var kveðið á um að "allt múr- og naglfast" skyldi eign leigusala að leigutíma loknum og taldi Hæstiréttur að Skeljungur hefði átt að átta sig á að það myndi einnig eiga við um dælubúnaðinn. Konan hafði greitt olíufélaginu fyrir búnaðinn með fyrirvara um lyktir málsins fyrir dómstólum. Samkvæmt dómi Hæstaréttar þarf Skeljungur nú að greiða konunni 5,5 milljónir króna, með fimm prósenta ársvöxtum frá árinu 2003, auk 800.000 króna í málskostnað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×