Innlent

Þrotabúskrafa tekin fyrir í dómi

Tekin var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær krafa Sparisjóðs Vestfjarða í þrotabú Kristjáns Ragnars Kristjánssonar, eins sakborninga úr Landssímamálinu. Björn Jóhannesson, lögmaður sparisjóðsins, segir deilt um hvers eðlis krafa sjóðsins sé, en hún sé til komin vegna láns til fyrirtækisins Lífsstíls, en veð hafði verið tekið í skuldabréfi sem Kristján átti. "Skiptastjórinn flokkaði okkar kröfu sem almenna kröfu, en við vildum meina að þetta væri veðkrafa og þessum ágreiningi hefur verið vísað til héraðsdóms," segir Björn. Upphæðin sem um er að ræða í málinu nemur milli sjö og átta milljónum króna, en stærsti kröfuhafinn í bú Kristjáns vegna fjárdráttarins er Síminn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×