Viðskipti innlent

Síminn: 30% boðið almenningi

Hlutur ríkisins í Símanum verður seldur kjölfestufjárfesti í einu lagi og er stefnt að því að ljúka sölunni í júlí á þessu ári. Þrjátíu prósent af heildarhlutafé Símans skal boðið almenningi og öðrum fjárfestum til kaups fyrir árslok 2007. Frá þessu var greint á blaðamannafundi sem framkvæmdanefnd um einkavæðingu hélt klukkan fjögur um sölu ríkisins á hlut sínum í Símanum. Salan er háð ýmsum skilyrðum og má meðal annars enginn einn einstakur aðili eða aðilar tengdir honum eignast stærri hlut en 45 prósent í Símanum og skal Síminn skráður á aðallista Kauphallarinnar hér á landi. Eitt skilyrðanna er að kjölfestufjárfestir fari ekki með beina eða óbeina eignaraðild í fyrirtækjum sem eru í samkeppni við Símann hér á landi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×