Deilt á stjórnina vegna Símasölu 4. apríl 2005 00:01 "Ákveðið hefur verið að selja hlut ríkisins í Símanum í einu og heilu lagi einum hóp kjölfestufjárfesta," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á Alþingi í gær er hann kynnti skýrslu framkvæmdanefndar um einkavæðingu varðandi sölu á Símanum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði hvað valdi því flókna kerfi um eignarhald á þeim hópi sem má kaupa Símann. "Af hverju þurfa það að vera þrír aðilar að minnsta kosti sem kaupa Símann? Er svarið kannski það að með því sé verið að hámarka líkurnar á því að ýmis vildarfyrirtæki sem standa í skjóli ríkisstjórnarinnar geti komist að kjötkötlunum?" Lúðvík Bergsveinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að í viðskiptalífinu væri þrálátur og sterkur orðrómur að búið sé að ákveða hverjir eigi að kaupa Símann. Halldór gerði að umtalsefni gagnrýni þeirra sem mótfallnir eru því að selja Símann með grunnnetinu: "Ríkisstjórnin hefu lagst gegn því að aðskilja grunnnetið frá Símanum á þeim forsendum að hvergi í Evrópu hafi grunnnet verið aðskilið við einkavæðingu fjarskiptafyrirtækja og lagaumhverfið á Evrópska efnahagssvæðinu geri ráð fyrir samkeppni í rekstri grunnneta í fjarskiptageiranum. Nú síðast hefur fallið um það úrskurður og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sent sænskum stjórnvöldum rökstutt álit þess efnis að Svíar uppfylli ekki skuldbindingar sínar samkvæmt tilskipun sem fjallar einmitt um samkeppni á fjarskiptamarkaði," sagði Halldór. Össur sagði þetta ekki rétta túlkun hjá forsætisráðherra. "Hið rétta er að óheimilt er að veita ríkisfyrirtæki eða öðru fyrirtæki einkarétt á því að veita fjarskiptaþjónustu eða grunnnetsþjónustu," sagði Össur. Hann benti jafnframt á að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi nýlega lagt fram skýrslu þar sem bent var á að ofurtök símafyrirtækja sem búið er að einkavæða stafi af því að þau hafa hin sterku tök sín á markaðinum gegnum grunnnetið. "Það er algert skilyrði hjá okkur í Samfylkingunni að Síminn verði ekki seldur nema grunnnetið verði skilið frá," sagði Össur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
"Ákveðið hefur verið að selja hlut ríkisins í Símanum í einu og heilu lagi einum hóp kjölfestufjárfesta," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á Alþingi í gær er hann kynnti skýrslu framkvæmdanefndar um einkavæðingu varðandi sölu á Símanum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði hvað valdi því flókna kerfi um eignarhald á þeim hópi sem má kaupa Símann. "Af hverju þurfa það að vera þrír aðilar að minnsta kosti sem kaupa Símann? Er svarið kannski það að með því sé verið að hámarka líkurnar á því að ýmis vildarfyrirtæki sem standa í skjóli ríkisstjórnarinnar geti komist að kjötkötlunum?" Lúðvík Bergsveinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að í viðskiptalífinu væri þrálátur og sterkur orðrómur að búið sé að ákveða hverjir eigi að kaupa Símann. Halldór gerði að umtalsefni gagnrýni þeirra sem mótfallnir eru því að selja Símann með grunnnetinu: "Ríkisstjórnin hefu lagst gegn því að aðskilja grunnnetið frá Símanum á þeim forsendum að hvergi í Evrópu hafi grunnnet verið aðskilið við einkavæðingu fjarskiptafyrirtækja og lagaumhverfið á Evrópska efnahagssvæðinu geri ráð fyrir samkeppni í rekstri grunnneta í fjarskiptageiranum. Nú síðast hefur fallið um það úrskurður og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sent sænskum stjórnvöldum rökstutt álit þess efnis að Svíar uppfylli ekki skuldbindingar sínar samkvæmt tilskipun sem fjallar einmitt um samkeppni á fjarskiptamarkaði," sagði Halldór. Össur sagði þetta ekki rétta túlkun hjá forsætisráðherra. "Hið rétta er að óheimilt er að veita ríkisfyrirtæki eða öðru fyrirtæki einkarétt á því að veita fjarskiptaþjónustu eða grunnnetsþjónustu," sagði Össur. Hann benti jafnframt á að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi nýlega lagt fram skýrslu þar sem bent var á að ofurtök símafyrirtækja sem búið er að einkavæða stafi af því að þau hafa hin sterku tök sín á markaðinum gegnum grunnnetið. "Það er algert skilyrði hjá okkur í Samfylkingunni að Síminn verði ekki seldur nema grunnnetið verði skilið frá," sagði Össur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira