Innlent

Fleiri andvígir álveri

"Þetta eru svipaðar niðurstöður og ég átti von á og mótstaða Skagfirðinga við álver kemur ekkert á óvart," segir Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri Skagafjarðar, en á fundi sem Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hélt á Sauðárkróki í gærkvöldi kom fram að 45 prósent Skagfirðinga eru á móti álversframkvæmdum á svæðinu. Könnunin var unnin af Gallup fyrir tilstuðlan ráðherra en í henni var spurt almennt um hug íbúa í Skagafirði til stóriðjuuppbyggingar. Rúm 37 prósent íbúanna er hlynnt álveri í Skagafirði meðan 45 prósent eru á móti. Afstaðan breyttist þegar spurt var um vatnsaflsvirkjun, 55 prósent eru hlynnt slíkri framkvæmd en 37 prósent á móti. 53 prósent íbúa er hlynntur álveri annars staðar í fjórðungnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×