Óttaðist að verða sakborningur 24. september 2005 00:01 Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómari, og Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, funduðu um kæru Jóns Geralds Sullenberger á hendur Baugi. Fundur þremenninganna var haldinn tveimur mánuðum áður en Jón Steinar lagði fram kæru fyrir hönd Jóns Geralds gegn forsvarsmönnum Baugs - kæruna sem markaði upphaf Baugsmálsins fyrir þremur árum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Í blaðinu kemur fram að blaðamaður hafi undir höndum margs konar gögn sem sýni að Styrmir Gunnarssson, Jónína Benediktsdóttir og Jón Gerald Sullenberger hafi unnið saman að undirbúningi málaferlanna, auk þess sem Kjartan Gunnarsson hafi fundað um málið með Styrmi og Jóni Steinari. Styrmir hefur staðfest að hafa haft milligöngu um að koma á sambandi milli Jóns Geralds og Jóns Steinars Gunnlaugssonar, sem kærði málið til ríkislögreglustjóra fyrir hönd Jóns Geralds. Í tölvupósti milli Jónínu Benediktsdóttur og Styrmis Gunnarssonar, sem vitnað er í í blaðinu og sendur var 8. maí árið 2002, kemur eftirfarandi fram: „Hann er svo illur út í feðgana að hann langar mest að kála þeim ... Það þarf einhvern veginn að tala við drenginn og róa hann þannig að honum finnist hann ekki vera sekur. Styrmir, heldur þú að Davíð væri til í að hringja í hann. Það held ég að væri langbest.“ Hvers son sá Davíð er, sem bjargað gæti málum, kemur ekki fram og fæst ekki staðfest hjá þeim sem póstinn eiga. Það var sem sagt hik á Jóni Gerald Sullenberger við að leggja fram kæru því hann óttaðist að verða sakborningur sjálfur, en Jónína bað Styrmi um aðstoð við að hvetja hann til að ganga alla leið og kæra, sem hann gerði á endanum í ágúst sama ár. Jón Steinar sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri alveg sama hversu mikið hann yrði spurður um þetta mál, hann myndi ekki tjá sig um það. Jónína Benediktsdóttir svaraði ekki skilaboðum, frekar en Jón Gerald Sullenberger. Jóhannes Jónsson í Baugi, einn aðalsakborninganna í málinu gegn forsvarsmönnum Baugs, er staddur erlendis en hann sagðist vera að melta þessar fréttir. Baugsmenn hefðu ekki haft hugmynd um að þessir menn hefðu tekið þátt í undirbúningi málaferlanna og kæmi það honum sérstaklega á óvart að sjá Styrmi Gunnarsson í þeim hópi. Hann hefði hins vegar lengi vitað að það andaði köldu til Baugs frá Kjartani Gunnarssyni. Að öðru leyti vildi Jóhannes ekki tjá sig um málið og ekki náðist í son hans, Jón Ásgeir. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómari, og Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, funduðu um kæru Jóns Geralds Sullenberger á hendur Baugi. Fundur þremenninganna var haldinn tveimur mánuðum áður en Jón Steinar lagði fram kæru fyrir hönd Jóns Geralds gegn forsvarsmönnum Baugs - kæruna sem markaði upphaf Baugsmálsins fyrir þremur árum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Í blaðinu kemur fram að blaðamaður hafi undir höndum margs konar gögn sem sýni að Styrmir Gunnarssson, Jónína Benediktsdóttir og Jón Gerald Sullenberger hafi unnið saman að undirbúningi málaferlanna, auk þess sem Kjartan Gunnarsson hafi fundað um málið með Styrmi og Jóni Steinari. Styrmir hefur staðfest að hafa haft milligöngu um að koma á sambandi milli Jóns Geralds og Jóns Steinars Gunnlaugssonar, sem kærði málið til ríkislögreglustjóra fyrir hönd Jóns Geralds. Í tölvupósti milli Jónínu Benediktsdóttur og Styrmis Gunnarssonar, sem vitnað er í í blaðinu og sendur var 8. maí árið 2002, kemur eftirfarandi fram: „Hann er svo illur út í feðgana að hann langar mest að kála þeim ... Það þarf einhvern veginn að tala við drenginn og róa hann þannig að honum finnist hann ekki vera sekur. Styrmir, heldur þú að Davíð væri til í að hringja í hann. Það held ég að væri langbest.“ Hvers son sá Davíð er, sem bjargað gæti málum, kemur ekki fram og fæst ekki staðfest hjá þeim sem póstinn eiga. Það var sem sagt hik á Jóni Gerald Sullenberger við að leggja fram kæru því hann óttaðist að verða sakborningur sjálfur, en Jónína bað Styrmi um aðstoð við að hvetja hann til að ganga alla leið og kæra, sem hann gerði á endanum í ágúst sama ár. Jón Steinar sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri alveg sama hversu mikið hann yrði spurður um þetta mál, hann myndi ekki tjá sig um það. Jónína Benediktsdóttir svaraði ekki skilaboðum, frekar en Jón Gerald Sullenberger. Jóhannes Jónsson í Baugi, einn aðalsakborninganna í málinu gegn forsvarsmönnum Baugs, er staddur erlendis en hann sagðist vera að melta þessar fréttir. Baugsmenn hefðu ekki haft hugmynd um að þessir menn hefðu tekið þátt í undirbúningi málaferlanna og kæmi það honum sérstaklega á óvart að sjá Styrmi Gunnarsson í þeim hópi. Hann hefði hins vegar lengi vitað að það andaði köldu til Baugs frá Kjartani Gunnarssyni. Að öðru leyti vildi Jóhannes ekki tjá sig um málið og ekki náðist í son hans, Jón Ásgeir.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Sjá meira