Kaup 10-11 einn ákæruliða 3. júlí 2005 00:01 Kaupin á Somerfield-verslanakeðjunni eru komin í uppnám vegna ákærunnar á eigendur Baugs. Breskir fjölmiðlar segja einn ákæruliðanna gegn Jóni Ásgeiri snúa að kaupum Baugs á verslanakeðjunni 10-11. Breskir fjölmiðlar í dag greina frá því að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi boðist til þess að draga sig út úr tilboði sem fyrirtækið hefur gert ásamt fleirum í verslanakeðjuna Somerfield. Í blaðinu Sunday Times er fjallað um að fjármögnun kaupanna gæti reynst erfið, enda séu bankar væntanlega tregir til að lána til kaupanna á meðan slíkt óvissuástand ríkir um Baug. Haft er eftir ráðgjafa í málinu að hin fyrirtækin sem koma að kaupunum - Apax, Barclays Capital og Robert Téngis - muni halda sínum málum til streitu en hann búist við að ef vafi leiki á einhverju muni Baugur gera hið eina rétta í stöðunni og draga sig út úr tilboðinu. Búist er við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. Talið er að hlutur Baugs í sameiginlegu tilboði í Somerfield sé um fjórðungur. Robert Téngis virtist sleginn þegar honum voru færð tíðindin af ákærunni, hann hafi verið í fríi og viti ekki alveg hvernig bregðast eigi við. Téngis segir í samtali við Sunday Times að boðinu verði haldið til streitu en komast verði til botns í stöðu Baugs áður en lengra verði haldið. Í Sunday Telegraph er því haldið fram að einn ákæruliðanna gegn Jóni Ásgeiri snúi að kaupum Baugs á verslunum 10-11. Jón Ásgeir hafi hagnast persónulega á kaupunum með því að kaupa verslanakeðjuna fyrst sjálfur, en selja hana síðan Baugi. Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Kaupin á Somerfield-verslanakeðjunni eru komin í uppnám vegna ákærunnar á eigendur Baugs. Breskir fjölmiðlar segja einn ákæruliðanna gegn Jóni Ásgeiri snúa að kaupum Baugs á verslanakeðjunni 10-11. Breskir fjölmiðlar í dag greina frá því að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi boðist til þess að draga sig út úr tilboði sem fyrirtækið hefur gert ásamt fleirum í verslanakeðjuna Somerfield. Í blaðinu Sunday Times er fjallað um að fjármögnun kaupanna gæti reynst erfið, enda séu bankar væntanlega tregir til að lána til kaupanna á meðan slíkt óvissuástand ríkir um Baug. Haft er eftir ráðgjafa í málinu að hin fyrirtækin sem koma að kaupunum - Apax, Barclays Capital og Robert Téngis - muni halda sínum málum til streitu en hann búist við að ef vafi leiki á einhverju muni Baugur gera hið eina rétta í stöðunni og draga sig út úr tilboðinu. Búist er við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. Talið er að hlutur Baugs í sameiginlegu tilboði í Somerfield sé um fjórðungur. Robert Téngis virtist sleginn þegar honum voru færð tíðindin af ákærunni, hann hafi verið í fríi og viti ekki alveg hvernig bregðast eigi við. Téngis segir í samtali við Sunday Times að boðinu verði haldið til streitu en komast verði til botns í stöðu Baugs áður en lengra verði haldið. Í Sunday Telegraph er því haldið fram að einn ákæruliðanna gegn Jóni Ásgeiri snúi að kaupum Baugs á verslunum 10-11. Jón Ásgeir hafi hagnast persónulega á kaupunum með því að kaupa verslanakeðjuna fyrst sjálfur, en selja hana síðan Baugi.
Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira