Erlent

Stríðsandstæðingar bæta í

Mikið andstaða er enn í Danmörku við stríðið í Írak líkt og hér á landi. Í Politiken í dag birtist auglýsing þar sem hundruð þekktra Dana krefjast þess að þeir fimm hundruð hermenn danska hersins sem eru í Írak verði kallaðir heim hið fyrsta. Greinilegt er að andstæðingar stríðsins ætla að láta vel í sér heyra nú í aðdraganda kosninganna sem munu fara fram í Danmörku eftir tíu daga. Leiðtogi múslima sem búsettir eru í landinu hefur hvatt þá til að kjósa gegn sitjandi ríkisstjórn til að sýna andúð sína á þátttöku Danmerkur í Íraksstríðinu. Danir sem aðhyllast íslamstrú eru um 150 þúsund talsins. Í Gallup-könnun sem gerð var í vikunni sögðust 63% aðspurðra vilja að að Danir kalli herlið sitt heim frá Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×