Norðmenn fylgjast með flokksþingi 26. febrúar 2005 00:01 "Forsætisráðherra Noregs, Kjell Magne Bondevik, hringdi í mig í [fyrradag] og spurði hvort það væri rétt að við ætluðum að afgreiða tillögu á þessu þingi um að hefja aðildarviðræður á kjörtímabilinu. Hann sagði að það muni hafa mikil áhrif í Noregi ef Ísland tekur slíkt skref," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. "EES-samningurinn er á margan hátt brothættur. Við erum þar í samvinnu við Norðmenn og Lichtenstein. Ef Norðmenn fara út stöndum við einir eftir með Lichtenstein og menn eru mjög viðkvæmir fyrir því hér á landi. Sama er uppi á teningnum í Noregi," sagði hann. Halldór sagði það hugsanlegt að Norðmenn hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á næsta kjörtímabili. "Við verðum að vera vel undir það búin og flokkurinn er að gera það. Það hefur orðið mikil viðhorfsbreyting í Framsóknarflokknum í evrópumálum á nokkrum árum. Tillögurnar sem nú eru til umræðu komu úr grasrótinni og það kom mér mjög á óvart hversu langt þær gengu," sagði Halldór. "Við Íslendingar eigum að sýna frumkvæði í þessum málum, eigum ekki að taka ákvörðun vegna þess að Norðmenn hafi tekið ákvörðun heldur á eigin forsendum. Hins vegar er eðlilegt og rétt að við höfum náið samráð um það og við höfum ákveðið að gera það, Íslendingar og Norðmenn. Guðni Ágústsson sagði að Framsóknarflokkurinn væri tvískiptur í afstöðu sinni til ESB og óttast að það muni kljúfa flokkinn ef samþykkt verður að hefja undirbúning að aðildarviðræðum. "Ég vil ekki ganga svo langt á þessu þingi. Ég vil halda friðinn innan Framsóknarflokksins og leyfa framsóknarmönnum að koma að þessum málum og ræða í sínum hópi og taka þá ákvörðun um það síðar," sagði Guðni. "Ég vara mjög við miklum átökum um evrópumálin í Framsóknarflokknum á þessu stigi. Við vitum að það er ekkert mál jafnviðkvæmt í dag á sviði íslenskrar stjórnmálaumræðu og aðild að Evrópusambandinu. Þess vegna segi ég þegar við erum að skapa frið innan Framsóknarflokksins þá er mjög mikilvægt að við ályktum af skynsemi í þessu efni," sagði hann. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira
"Forsætisráðherra Noregs, Kjell Magne Bondevik, hringdi í mig í [fyrradag] og spurði hvort það væri rétt að við ætluðum að afgreiða tillögu á þessu þingi um að hefja aðildarviðræður á kjörtímabilinu. Hann sagði að það muni hafa mikil áhrif í Noregi ef Ísland tekur slíkt skref," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. "EES-samningurinn er á margan hátt brothættur. Við erum þar í samvinnu við Norðmenn og Lichtenstein. Ef Norðmenn fara út stöndum við einir eftir með Lichtenstein og menn eru mjög viðkvæmir fyrir því hér á landi. Sama er uppi á teningnum í Noregi," sagði hann. Halldór sagði það hugsanlegt að Norðmenn hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á næsta kjörtímabili. "Við verðum að vera vel undir það búin og flokkurinn er að gera það. Það hefur orðið mikil viðhorfsbreyting í Framsóknarflokknum í evrópumálum á nokkrum árum. Tillögurnar sem nú eru til umræðu komu úr grasrótinni og það kom mér mjög á óvart hversu langt þær gengu," sagði Halldór. "Við Íslendingar eigum að sýna frumkvæði í þessum málum, eigum ekki að taka ákvörðun vegna þess að Norðmenn hafi tekið ákvörðun heldur á eigin forsendum. Hins vegar er eðlilegt og rétt að við höfum náið samráð um það og við höfum ákveðið að gera það, Íslendingar og Norðmenn. Guðni Ágústsson sagði að Framsóknarflokkurinn væri tvískiptur í afstöðu sinni til ESB og óttast að það muni kljúfa flokkinn ef samþykkt verður að hefja undirbúning að aðildarviðræðum. "Ég vil ekki ganga svo langt á þessu þingi. Ég vil halda friðinn innan Framsóknarflokksins og leyfa framsóknarmönnum að koma að þessum málum og ræða í sínum hópi og taka þá ákvörðun um það síðar," sagði Guðni. "Ég vara mjög við miklum átökum um evrópumálin í Framsóknarflokknum á þessu stigi. Við vitum að það er ekkert mál jafnviðkvæmt í dag á sviði íslenskrar stjórnmálaumræðu og aðild að Evrópusambandinu. Þess vegna segi ég þegar við erum að skapa frið innan Framsóknarflokksins þá er mjög mikilvægt að við ályktum af skynsemi í þessu efni," sagði hann.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira