Innlent

Segist hafa heimild til gjaldtöku

Lögreglan á Seyðisfirði segir einhliða fréttir hafa borist af máli tengdu gjaldtöku lögreglustjórans á Seyðisfirði af dansleik í tengslum við LungA, Listahátíð ungs fólks á Austurlandi. Í tilkynningu á Lögregluvefnum kemur fram að DV og fréttastofa RUV hafi fjallað um málið þar sem haft hafi verið eftir bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar og látið að því liggja að engin heimild hafi verið til slíkrar gjaldtöku m.a. vegna þess að ekki hafi verið um útihátið að ræða. Vísar embætti sýslumannsins á Seyðisfirði til bréfs sem ritað hafi verið til Seyðisfjarðarkaupstaðar vegna kvörtunar bæjarstjóra þar sem fram komi að samkvæmt 34. grein lögreglulaga sé slík heimild fyrir hendi. Þar segi m.a.:„Lögreglustjóra er heimilt að binda skemmtanaleyfi því skilyrði að lögreglumenn verði á skemmtistað og jafnframt að leyfishafi greiði kostnað af þeirri löggæslu samkvæmt reglum sem Dómsmálaráðherra setur.“ Þá vísar sýslumaðurinn einnig til reglugerðar um löggæslu á skemmtunum þar sem kveðið er á um heimild til gjaldtöku og bendir jafnframt á að það sé í valdi lögreglustjóra að ákveða hversu mikla löggæslu hann telji nauðsynlega á og í næsta nágrenni við skemmtistað



Fleiri fréttir

Sjá meira


×