Skipta fötin einhverju máli? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 11. mars 2005 00:01 Á fundi foreldra grunnskólabarna í Vesturbæ Reykjavík í vikunni, er sagt að foreldrar hafi tekið vel í hugmyndir um skólabúning. Það voru foreldrafélög Landakotsskóla, Melaskóla, Grandaskóla og Vesturbæjaskóla sem stóðu að fundinum. Þegar er einhver reynsla komin af skólafatnaði, en síðustu tvö ár hefur verið notast við vísi að skólabúningum í Áslandsskóla í Hafnarfirði. Þar fá börn rauðar flíspeysur eða létta háskólaboli, merkta skólanum. Á fundinum var Leifur Garðarsson, skólastjóri Áslandsskóla, sem sagði að merkja mætti jákvæð áhrif þess að nota skólabúning, svo sem samkennd, námsaga, betri einbeitningu og bætt og bætta ímynd skólans. Umræða um skólabúninga kviknar alltaf öðru hvoru. Sérstaklega virðast það foreldrar sem hafa áhuga á því að taka upp skólabúninga. Ekki er óalgengt að slík umræða spretti upp eftir umfjöllun fjölmiðla um tískuvitund barna og unglinga. Þá fylgir í kjölfarið viðtöl við efnaminni foreldra sem tala um hversu erfitt það er að kaupa dýr merkjafötin sem börnin og unglingarnir krefjist. Ef þau fá ekki merkavörurnar; nýjustu úlpurnar, skóna, buxurnar, sem kosta morðfjár heldur ganga bara í Hagkaupsfötunum, þá verði þau fyrir einelti. Hugmyndin er að ef öll börnin klæðist eins fötum, þá verði það ekki eins augljóst hver þeirra koma úr efnameiri fjölskyldum, og fjölskyldur hverra hafa minna til handanna að bera. Því verði fátækari börnunum síður strítt og minni líkur á að þau lendi í einelti. Þetta er ekki röksemdarfærsla sem allir, og þar á meðal ég, kaupi. Í öllum skólum landsins á að fara fram mikið forvarnarstarf gegn einelti, og í flestum er það starf með ágætum. Skólarnir í Vesturbænum eru þar á meðal. Það að leggja einhvern í einelti, vegna þess í hvernig fötum er gengið er ekki orsök eineltis, heldur einkenni þess. Ef einelti á sér stað, þar sem sérstaklega er ráðist gegn börnum sem ekki ganga í tískufötunum, myndi það halda áfram þrátt fyrir að öll börnin klæddust eins fötum. Í staðin fyrir að gera grín af peysunum, yrði keppst um að vera í flottustu úlpunni, skónum, með skrautlegustu skólatöskuna eða annað það sem börnin geta metist um. Þetta væri einkenni þess að okkur hefur mistekist að kenna börnunum umburðarlyndi gagnvart þeim sem eitthvað eru öðruvísi. Börn þeirra skóla sem um ræðir, utan Landakotsskóla, eru á yngsta- og miðstigi grunnskóla. Það er einungis Landakotsskóli sem einnig kennir efstu bekkjunum. Ef við höfum ekki náð að kenna unglingunum umburðarlyndi, þá hjálpar það varla börnunum sem eru í þessum skólum sem um ræðir. Mér finnst annað gilda um það að gefast upp fyrir börnunum. Ef við sem foreldrar teljum að börnin okkar þurfi alltaf að ganga í merkjavörum og kaupum ávallt þau föt sem börnin okkar vilja, þá eru foreldrarnir farnir að gefa eftir stjórnina. Það er samfélagslegt vandamál ef börnin ráða, en ekki þau fullorðnu. Ef það er vandinn sem um ræðir, þá ættum við kannski, sem þjóðfélag, að ráða Ofurfóstruna til að kenna okkur að taka aftur völdin. Svanborg Sigmarsdóttir svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á fundi foreldra grunnskólabarna í Vesturbæ Reykjavík í vikunni, er sagt að foreldrar hafi tekið vel í hugmyndir um skólabúning. Það voru foreldrafélög Landakotsskóla, Melaskóla, Grandaskóla og Vesturbæjaskóla sem stóðu að fundinum. Þegar er einhver reynsla komin af skólafatnaði, en síðustu tvö ár hefur verið notast við vísi að skólabúningum í Áslandsskóla í Hafnarfirði. Þar fá börn rauðar flíspeysur eða létta háskólaboli, merkta skólanum. Á fundinum var Leifur Garðarsson, skólastjóri Áslandsskóla, sem sagði að merkja mætti jákvæð áhrif þess að nota skólabúning, svo sem samkennd, námsaga, betri einbeitningu og bætt og bætta ímynd skólans. Umræða um skólabúninga kviknar alltaf öðru hvoru. Sérstaklega virðast það foreldrar sem hafa áhuga á því að taka upp skólabúninga. Ekki er óalgengt að slík umræða spretti upp eftir umfjöllun fjölmiðla um tískuvitund barna og unglinga. Þá fylgir í kjölfarið viðtöl við efnaminni foreldra sem tala um hversu erfitt það er að kaupa dýr merkjafötin sem börnin og unglingarnir krefjist. Ef þau fá ekki merkavörurnar; nýjustu úlpurnar, skóna, buxurnar, sem kosta morðfjár heldur ganga bara í Hagkaupsfötunum, þá verði þau fyrir einelti. Hugmyndin er að ef öll börnin klæðist eins fötum, þá verði það ekki eins augljóst hver þeirra koma úr efnameiri fjölskyldum, og fjölskyldur hverra hafa minna til handanna að bera. Því verði fátækari börnunum síður strítt og minni líkur á að þau lendi í einelti. Þetta er ekki röksemdarfærsla sem allir, og þar á meðal ég, kaupi. Í öllum skólum landsins á að fara fram mikið forvarnarstarf gegn einelti, og í flestum er það starf með ágætum. Skólarnir í Vesturbænum eru þar á meðal. Það að leggja einhvern í einelti, vegna þess í hvernig fötum er gengið er ekki orsök eineltis, heldur einkenni þess. Ef einelti á sér stað, þar sem sérstaklega er ráðist gegn börnum sem ekki ganga í tískufötunum, myndi það halda áfram þrátt fyrir að öll börnin klæddust eins fötum. Í staðin fyrir að gera grín af peysunum, yrði keppst um að vera í flottustu úlpunni, skónum, með skrautlegustu skólatöskuna eða annað það sem börnin geta metist um. Þetta væri einkenni þess að okkur hefur mistekist að kenna börnunum umburðarlyndi gagnvart þeim sem eitthvað eru öðruvísi. Börn þeirra skóla sem um ræðir, utan Landakotsskóla, eru á yngsta- og miðstigi grunnskóla. Það er einungis Landakotsskóli sem einnig kennir efstu bekkjunum. Ef við höfum ekki náð að kenna unglingunum umburðarlyndi, þá hjálpar það varla börnunum sem eru í þessum skólum sem um ræðir. Mér finnst annað gilda um það að gefast upp fyrir börnunum. Ef við sem foreldrar teljum að börnin okkar þurfi alltaf að ganga í merkjavörum og kaupum ávallt þau föt sem börnin okkar vilja, þá eru foreldrarnir farnir að gefa eftir stjórnina. Það er samfélagslegt vandamál ef börnin ráða, en ekki þau fullorðnu. Ef það er vandinn sem um ræðir, þá ættum við kannski, sem þjóðfélag, að ráða Ofurfóstruna til að kenna okkur að taka aftur völdin. Svanborg Sigmarsdóttir svanborg@frettabladid.is
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun