Úr háborg tískunnar 17. mars 2005 00:01 Tískuhúsið Lanvin er eitt það elsta í París ef ekki það elsta, með langa sögu að baki. Það var árið 1889 sem Jeanne Lanvin hóf rekstur sinn á rue Faubourg St. Honoré og var frumkvöðull á sínu sviði. Sagan var reyndar orðin svo löng að Lanvin var alveg að lognast út af, gamaldags og klassísk. En í október 2002 kom upp á dekk nýr hönnuður, Alber Elbaz. Þessi Ísraeli fæddur 1961 hafði verið um tíma hjá Guy Laroche og fengið góðar viðtökur. 1998 tók hann við kvenlínunni hjá Yves Saint Laurent en var rekinn þaðan þegar Gucci keypti YSL í árslok 1999 og Tom Ford tók þar við. Elbaz tók við hönnun kvenlínu Lanvins og hefur á örfáum árum komið tískuhúsinu svo rækilega aftur á kortið að tískublaðamenn halda vart vatni og segja tískusýningar Lanvin með þeim bestu. Reyndar fékk síðasta sýning ekki alveg eins góða dóma og þær fyrri. Elbaz byrjaði snemma að blanda saman glæsileika og hráu útliti hjá Lanvin -- án þess að falda eða fóðra -- silki, snáksskinn og loðfeldir, með endunum út úr og rennilásum sem gáfu nútímalegt útlit á klassíska hönnun. Fortíð og nútíð í bland. Hönnun hans er kvenleg heldur uppfull af litlum smáatriðum sem setja punktinn yfir i-ið. Hjá Lanvin hafa verið notaðar aldagamlar aðferðir til dæmis við plíseringar sem tekur fleiri daga að sauma þar sem hver felling er handsaumuð og efnið í hverja flík getur farið upp í þrjátíu metra. Fyrir vikið er ekki um að ræða fatnað sem kallast tilbúinn til fjöldaframleiðslu (Prét-á-porter), heldur sem nálgast hátísku (Haute couture), þar sem hver flík er saumuð fyrir sig. Elbez hefur í raun fundið upp nýtt form sem er þarna á milli. Hann notar einnig arfleifð fortíðar og lítur óspart í teikningasafn Jeanne Lanvin. Á tískusýningunni fyrir veturinn 2005-6 var sýndur stuttur kjóll úr tjulli með víðu pilsi og á efrihlutanum var útsaumað fiðrildi með pallíettum tekið beint úr teikningum Jeanne Lanvin frá 1920. Perlurfestar sem eru notaðar margar saman hafa verið meðal fylgihluta Lanvins um árabil eru vafðar í tjull eða silki. Þær koma sömuleiðis beint úr arfleið tískuhússins. Nú sjást þess merki að hönnuðurinn er aðeins að færa sig í þá átt að ganga endanlega frá fötunum, ekki skilja þau eftir eins og hætt hafi verið í miðju verki. Alber Elbez hefur hins vegar ástæðu til að sýna eitthvað alveg nýtt á næstu sýningu, annars gæti hann farið að staðna (www.lanvin.fr). Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Tískuhúsið Lanvin er eitt það elsta í París ef ekki það elsta, með langa sögu að baki. Það var árið 1889 sem Jeanne Lanvin hóf rekstur sinn á rue Faubourg St. Honoré og var frumkvöðull á sínu sviði. Sagan var reyndar orðin svo löng að Lanvin var alveg að lognast út af, gamaldags og klassísk. En í október 2002 kom upp á dekk nýr hönnuður, Alber Elbaz. Þessi Ísraeli fæddur 1961 hafði verið um tíma hjá Guy Laroche og fengið góðar viðtökur. 1998 tók hann við kvenlínunni hjá Yves Saint Laurent en var rekinn þaðan þegar Gucci keypti YSL í árslok 1999 og Tom Ford tók þar við. Elbaz tók við hönnun kvenlínu Lanvins og hefur á örfáum árum komið tískuhúsinu svo rækilega aftur á kortið að tískublaðamenn halda vart vatni og segja tískusýningar Lanvin með þeim bestu. Reyndar fékk síðasta sýning ekki alveg eins góða dóma og þær fyrri. Elbaz byrjaði snemma að blanda saman glæsileika og hráu útliti hjá Lanvin -- án þess að falda eða fóðra -- silki, snáksskinn og loðfeldir, með endunum út úr og rennilásum sem gáfu nútímalegt útlit á klassíska hönnun. Fortíð og nútíð í bland. Hönnun hans er kvenleg heldur uppfull af litlum smáatriðum sem setja punktinn yfir i-ið. Hjá Lanvin hafa verið notaðar aldagamlar aðferðir til dæmis við plíseringar sem tekur fleiri daga að sauma þar sem hver felling er handsaumuð og efnið í hverja flík getur farið upp í þrjátíu metra. Fyrir vikið er ekki um að ræða fatnað sem kallast tilbúinn til fjöldaframleiðslu (Prét-á-porter), heldur sem nálgast hátísku (Haute couture), þar sem hver flík er saumuð fyrir sig. Elbez hefur í raun fundið upp nýtt form sem er þarna á milli. Hann notar einnig arfleifð fortíðar og lítur óspart í teikningasafn Jeanne Lanvin. Á tískusýningunni fyrir veturinn 2005-6 var sýndur stuttur kjóll úr tjulli með víðu pilsi og á efrihlutanum var útsaumað fiðrildi með pallíettum tekið beint úr teikningum Jeanne Lanvin frá 1920. Perlurfestar sem eru notaðar margar saman hafa verið meðal fylgihluta Lanvins um árabil eru vafðar í tjull eða silki. Þær koma sömuleiðis beint úr arfleið tískuhússins. Nú sjást þess merki að hönnuðurinn er aðeins að færa sig í þá átt að ganga endanlega frá fötunum, ekki skilja þau eftir eins og hætt hafi verið í miðju verki. Alber Elbez hefur hins vegar ástæðu til að sýna eitthvað alveg nýtt á næstu sýningu, annars gæti hann farið að staðna (www.lanvin.fr).
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira