Sport

Örn Arnarson langt frá sínu besta

Örn Arnarson, sundkappi úr SH, var eini Íslendingurinn sem keppti á heimsmeistaramótinu í sundi sem fer fram í Montreal í Kanada. Hann keppti í 100 metra baksundi og var í sjöunda milliriðli af tíu. Hann náði sér alls ekki á strik á synti á 57,43 sekúndum sem er langt frá Íslandsmeti hans, 54,75 sekúndum, sem hann setti á HM í Fukuoka í Japan fyrir fjórum árum síðan. Þá vann hann silfurverðlaun en Örn, sem hefur átt við erfið meiðsli að stríða undanfarin ár, hefur undanfarið reynt að koma sér í sitt fyrra form. Hann bætti Íslandsmetið í 50 metra flugsundi í fyrradag og stóðu vonir til að hann væri á réttri leið en allt kom fyrir ekki. Hann byrjaði vel í gær og leiddi fyrstu metrana. Hann var svo þriðji í snúningnum en þá virtist honum öllum lokið og drógst hann verulega aftur úr og lauk keppni í síðasta sæti síns riðils. Hann varð í 33. sæti af 72 keppendum en Bandaríkjamaðurinn Aaron Peirsol synti á besta tíma gærdagsins, 54,41 sekúndum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×