
Innlent
Ljósleiðari hækkar fasteignaverð
Seltjarnarnesbær og Orkuveita Reykjavíkur hafa undirritað samning þar sem gert er ráð fyrir að ljósleiðaratenging frá OR verði í öllum húsum á Seltjarnarnesi um mitt ár 2006. "Með aðild bæjarins að málinu teljum við okkur vera að stuðla að auknum lífsgæðum íbúanna," segir Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Hann bætir við að einnig sé verið að undirbyggja persónulega hagsmuni Seltirninga. "Reynsla frá Norðurlöndum sýnir að ljósleiðaratenging er að skila þremur til fimm prósenta hærra fasteignaverði."