Sport

Dómararnir í aðalhlutverki

Viggó Sigurðsson var enn vel heitur skömmu eftir leik og greinilegt að hann átti erfitt með að kyngja tapinu. Hann vandaði dómurum leiksins ekki kveðjurnar. "Þetta eru mikil vonbrigði. Það var rosalega erfitt við þetta að eiga og ég er verulega ósattur við dómgæsluna í leiknum. Þeir fá endalaus vítaköst og við erum með mann út af allan seinni hálfleikinn. Svo sluppu Slóvenarnir hinum megin hvað eftir annað. Dómararnir tóku af skarið í leiknum á meðan við vorum að berjast við að spila handbolta," sagði Viggó sem sá fleiri ástæður fyrir tapinu. "Markvarslan dettur út síðustu 20 mínúturnar. Óli var ekki að finna sig og það voru sjálfsagt mistök að setja Einar ekki inn. Ég vonaði samt að hann myndi detta í gírinn því við getum illa verið án hans. Svo voru þessi vítaköst sár," sagði Viggó en íslenska liðið klúðraði fimm vítaköstum í leiknum. "Þetta er bara ofboðslega sárt. Við vorum með þetta allan tímann og í hálfleik áttum við að leiða með mun meiri mun. Við vorum svakalegir klaufar á vítapunktinum og mér fannst þetta stundum vera kæruleysi. Riðill er kominn í háaloft og því miður verðum við að búa við það í handboltanum að dómararnir eru í aðalhlutverki á vellinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×