Viðskipti innlent

Samstarf Icelandair og SAS ætti að geta haldið áfram

Jörgen Lindegaard forstjóri SAS segir í viðtali við Ritzau-fréttastofuna að miðað við þann aðskilnað Sterling og Icelandair, sem boðaður er í tilkynningu um kaupin, ætti samstarf SAS og Icelandair að geta haldið áfram.

Forsenda þess sé að Sterling sé ekki í samkeppni við SAS á leiðum þar sem Icelandair og SAS vinna saman. Hluthafafundur verður boðaður í dag eða næstu daga í FL Group þar sem breyttar áherslur félagsins í kjölfar kaupanna á Sterling verða kynntar og kosin ný stjórn. Við söluna á Sterling mun eignarhaldsfélagið Fons, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, eignast fjögur til fimm prósent í FL Group. Í ljósi þess og að Pálmi verður áfram stjórnarformaður Sterling hafa þeir ákveðið að selja eignarhlut sinn í Iceland Express.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×