Mikilvægt að vera í góðu formi 7. júní 2005 00:01 "Leikarar verða að vera í góðu formi. Þeir þurfa að geta dansað og hoppað og verða að hafa gott úthald. Ég hef heyrt því haldið fram að heilsan sé það mikilvægasta fyrir leikarann og held það sé mikið til í því," segir Björgvin sem gerir ýmislegt til að halda sér í formi. "Einu sinni var ég í fitness sporti, svo fór ég í einkaþjálfun og núna er ég duglegur að lyfta í ræktinni. Við hjónin æfum saman í Sporthúsinu. Þar fer ég í tæki, lyfti og reyni að hlaupa dálítið líka. Ég er fremur þollítill og verð að hlaupa til að halda þolinu við." Björgvin segir að hann sé bestur þegar hann er í einkaþjálfun og sú aðferð henti best til að halda sér í formi. "Ég er mjög sérhlífinn og á það til að vera of góður við sjálfan mig. Hins vegar er ég afar hlýðinn og geri allt sem einkaþjálfarinn segir mér að gera. Um tíma var ég hjá einkaþjálfaranum Magna Bernharðs sem var rosalega góður. Keyrði mig áfram þannig að stundum var ég alveg að fara að gubba eftir tímann. Ég tek ekki eins mikið á þegar ég er bara einn en reyni þó að gera mitt besta." Björgvin segist fara í ræktina þrisvar til fjórum sinnum í viku og viðurkennir að hann mætti fara oftar. Æfingatíminn fer reyndar að einhverju leyti eftir því hvaða verkefni eru í gangi hjá honum því sumar sýningar krefjast meira líkamlegs atgervis en aðrar. Björgvin bendir líka á að mataræðið skipti miklu máli. Það sé ekki nóg að hreyfa sig eingöngu. "Ég nota helgarnar í óhollustu og reyni að borða hollt þess á milli. Svo er líka mikilvægt að fara snemma að sofa og sofa vel. Þetta spilar allt saman." Björgvin hefur í nógu að snúast um þessar mundir og er með eitt og annað í sigtinu. Hann leikur í Klaufum og kóngsdætrum, syngur með Doors-bandinu og er þar fyrir utan alltaf að skemmta og syngja. Þá er gott að geta skoppað um sviðið án þess að blása úr nös. Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
"Leikarar verða að vera í góðu formi. Þeir þurfa að geta dansað og hoppað og verða að hafa gott úthald. Ég hef heyrt því haldið fram að heilsan sé það mikilvægasta fyrir leikarann og held það sé mikið til í því," segir Björgvin sem gerir ýmislegt til að halda sér í formi. "Einu sinni var ég í fitness sporti, svo fór ég í einkaþjálfun og núna er ég duglegur að lyfta í ræktinni. Við hjónin æfum saman í Sporthúsinu. Þar fer ég í tæki, lyfti og reyni að hlaupa dálítið líka. Ég er fremur þollítill og verð að hlaupa til að halda þolinu við." Björgvin segir að hann sé bestur þegar hann er í einkaþjálfun og sú aðferð henti best til að halda sér í formi. "Ég er mjög sérhlífinn og á það til að vera of góður við sjálfan mig. Hins vegar er ég afar hlýðinn og geri allt sem einkaþjálfarinn segir mér að gera. Um tíma var ég hjá einkaþjálfaranum Magna Bernharðs sem var rosalega góður. Keyrði mig áfram þannig að stundum var ég alveg að fara að gubba eftir tímann. Ég tek ekki eins mikið á þegar ég er bara einn en reyni þó að gera mitt besta." Björgvin segist fara í ræktina þrisvar til fjórum sinnum í viku og viðurkennir að hann mætti fara oftar. Æfingatíminn fer reyndar að einhverju leyti eftir því hvaða verkefni eru í gangi hjá honum því sumar sýningar krefjast meira líkamlegs atgervis en aðrar. Björgvin bendir líka á að mataræðið skipti miklu máli. Það sé ekki nóg að hreyfa sig eingöngu. "Ég nota helgarnar í óhollustu og reyni að borða hollt þess á milli. Svo er líka mikilvægt að fara snemma að sofa og sofa vel. Þetta spilar allt saman." Björgvin hefur í nógu að snúast um þessar mundir og er með eitt og annað í sigtinu. Hann leikur í Klaufum og kóngsdætrum, syngur með Doors-bandinu og er þar fyrir utan alltaf að skemmta og syngja. Þá er gott að geta skoppað um sviðið án þess að blása úr nös.
Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira