Hæstiréttur staðfesti dóminn

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Austurlands um að Fjarðabyggð og verktakafyrirtækið Arnarfell skuli greiða húseigenda í Neskaupstað eina og hálfa milljón króna í skaðabætur vegna sprungna sem urðu í steinsteypu í húsi hans þegar verið var sð sprengja í hlíðinni fyrir ofan það vegna byggingar snjóflóðavarna. Bærinn og verktakinn áfrýjuðu dómi Héraðsdóms til Hæstaréttar sem staðfesti hann og gerði áfrýjendum að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti.