Viðskipti innlent

Mesta hækkun í rúm fjögur ár

Gengi bréfa í KB banka hækkaði skarpt í viðskiptum gærdagsins í Kauphöll Íslands eða um 8,3 prósent. Stærsti hluthafinn, Exista BV, festi kaup á tæplega fimm prósenta hlut og á nú orðið um 21 prósent. Gengi KB banka endaði í 650 krónum á hlut en var 600 krónur í byrjun dags. Þetta þýðir að sá sem átti hlutabréf í KB banka fyrir hálfa milljón króna að markaðsvirði átti um 540 þúsund krónur í lok dags.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 3,83 prósent og fór langleiðina upp í fimm þúsund stiga múrinn og stóð í 4.986 stigum í lok dags sem er hæsta gildi hennar frá upphafi. Velta með hlutabréf nam 33 milljörðum króna, þar af yfir tuttugu milljarða með bréf KB banka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×