Viðskipti innlent

Samið um rekstur gleraugnaverlsunar í FLE

Mynd/Teitur

Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. og Optical Studio hafa gert með sér samning um rekstur verslunar með gleraugu, sólgleraugu, linsur, fylgihluti með sjóntækjum og sjónmælingar. Það voru Kjartan Kristjánsson, eigandi Optical Studio og Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, undirrituðu samninginn. Optical Studio er eitt þeirra fyrirtækja sem mun reka verslun á nýju verslunarsvæði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem verður opnað vorið 2007. Markmið breytinganna sem verið er að gera á verslunarekstri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er að bæta þjónustu við flugfarþega, m.a. með auknu framboði á vörum og vörumerkjum ásamt því að auka hlut einkaaðila í verslun í flugstöðinni. Verslun Optical Studio hefur verið rekin í flugstöðinni um árabil.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×